Nú er komið að því. Þetta er búið að vera svo auðvelt að það er ekkert er að marka að United situr í öðru sæti deildannar á markatölu, og hefur bara gert eitt jafntefli í sjö leikjum. Það er ekkert að marka það að í sömu sjö leikjum í fyrra gerði United fjögur jafntefli, flest með herkjum, og það er ekkert að marka að í þessum sjö leikjum hefur liðið skorað 21 mark. Það er bara ekkert að marka allt þetta, vegna þess að Liverpool leikurinn á laugardaginn kl 11:30 skiptir miklu meira máli en allt þetta.
Upphitun
Everton og Wayne Rooney á morgun
Eftir jafnteflið gegn Stoke á laugardaginn kemur fyrsti heimaleikurinn sem má á pappír telja erfiðan. Everton bætti rækilega við sig í sumar og keypti leikmenn fyrir 140 milljónir punda og þar á meðal auðvitað dýrastan Gylfa Sigurðsson á 45 milljónir. Að auki keyptu þeir Michael Keane, Jordan Pickford, Davy Klaasen frá Ajax og kantmanninn Nicola Vlasic. En síðast en ekki síst gekk Wayne Rooney til liðs við uppáhaldsliðið sitt aftur eftir að hafa verið 13 ár í útlegð hjá Manchester United og þurft að fela það að allan tímann svaf hann í Everton náttfötunum sínum. Everton styrkti þannig lið sitt verulega í marki, vörn og miðju en með því að þeir seldu auðvitað sinn besta sóknarmann, Romelu Lukaku til United þá verður að segja að sóknin var veikari fyrir vikið.
Þrumuskúr í Stoke á morgun
Þrír leikir, þrír sigrar og níu stig, hljómar það kunnuglega? Sú var raunin eftir fyrstu þrjár umferðirnar í fyrra og bjartsýnin var töluverð. Jose Mourinho og Zlatan Ibrahimovic voru mættir á leikvang draumanna og eftir frábæra byrjun voru okkur allir vegir færir! Eða þannig, við unnum einn af næstu sjö deildarleikjum.
Eftir þrjá leiki í ár er staðan sú sama og bjartsýnin jafnvel enn meiri en sagan segir okkur að best er að fara ekki framúr sér. Við getum þó byggt enn fremur á góðri byrjun á morgun og hvergi er betri staður til þess en heimavöllur Peter Crouch og félaga í Stoke. Að sjálfsögðu er spáð mikilli úrkomu og þrumuskúr í Stoke-on-Trent í síðdeginu á morgun og því er framundan leikurinn sem allir segja að Lionel nokkur Messi ætti ekki roð í; rigningarleikur á Britannia vellinum.
Leicester City mætir á Old Trafford
Eftir stóra sigra heima og að heiman er röðin komin að næsta verkefni þegar Leicester City kemur í heimsókn. Bæði lið hafa verið að skora mörk en United ívið fleiri og hefur einnig haldið hreinu í sínum leikjum. Leicester spilaði opnunarleik tímabilsins gegn Arsenal sem var fínasta skemmtun með slatta af mörkum og dramatík fyrir allan peninginn. Á endanum fór Arsenal með sigur af hólmi en Leicester átti meira skilið en ekkert úr þeim leik. Í næstu umferð tók Leicester á móti nýliðum Brighton & Hove Albion og sigraði liðið þann leik með tveimur mörkum gegn engu. Á þriðjudaginn mætti Leicester svo Sheffield United á Bramall Lane og sigraði heimaliðið með fjórum mörkum gegn einu. Um var að ræða aðra umferð EFL bikarsins sem er núna kallaður Carabao bikarinn.
Swansea á morgun: Hvað gera Gylfalausir Svanir
Í hádeginu morgun er það ferð til Wales sem er á dagskránni. Í fyrradag lauk einni af lengstu sölusögum sumarsins og þeirri sem Íslendingar fylgdust mest með þegar Swansea seldi sinn besta mann, Gylfa Sigurðsson, fyrir 45 milljónir punda til Everton. Þeir hafa augljóslega ekki náð að koma þeim peningum í lóg og verða því veikari en ella gegn United.
Gylfi hefur verið duglegur að skora gegn liðinu sem hann heldur með og um tíma gekk Swansea mjög vel gegn United, unnu þrjá leiki í röð 2014 og 2015 en síðan unnust tveir. Leikurinn í vor var hins vegar enn eitt jafnteflið á jafnteflisvetrinum mikla og það var auðvitað Gylfi sem skoraði mark Swansea.
Embed from Getty Images
Það er ekki bara Gylfi sem verður ekki í liði Swansea á morgun, heldur eru Fernando Llorente, Ki Sung-Yeung og Nathan Dyer líka frá vegna meiðsla. Það verður því 19 ára lánsmaðurinn frá Chelsea, Tammy Abraham sem verður fremsti maðurinn í víglínu Swansea. Eini maðurinn sem þeir hafa bætt við sig að ráði er Roque Mesa, 28 ára miðjumaður frá Spáni sem var ekki með í fyrsta leik Swansea, dræmu 0-0 jafntefli gegn Southampton á St Mary’s. Búast má við Swansea óbreyttu úr þeim leik, og því er þetta sams konar lið og rétt slapp við fall í fyrra, að Abraham frátöldum. Reyndar gekk Swansea þokkalega í síðustu upphitunarleikjunum, unnu B-deildarlið Birmingham 2-0 og síðan Sampdoria auðveldlega 4-0.