Nú vitum við að það er einn leikur eftir í vor sem skiptir máli og það er ekki leikurinn á morgun. Úrslit gærdagsins, þegar Chelsea tryggði sér titilinn. þýða líka að þessi leikur skiptir Tottenham Hotspur engu máli, nema jú, þetta er síðasti leikur liðsins á gamla White Hart Lane. Í vetur hefur hluti af nýja leikvanginum risið í kringum þann gamla og á mánudaginn ráðast vinnuvélar á þann gamla og Spurs fer í eins veturs útlegð á Wembley. Að því loknu flytja þeir aftur á nýja 61 þúsund manna völlinn og vonast til að það færi þeim aukin peningavöld. Það kemur í ljós.
Upphitun
Celta Vigo kemur í heimsókn
Núna eru í raun bara tveir fótboltaleikir eftir af tímabilinu hjá Manchester United. Þeir eru báðir í Evrópudeildinni. Sá fyrri þeirra er annað kvöld, seinni leikurinn í undanúrslitaviðureigninni gegn spænska liðinu Celta Vigo. Þann leik verður Manchester United að klára til að komast í hinn leikinn, sjálfan úrslitaleikinn í Friends Arena í Stokkhólmi, miðvikudaginn 24. maí næstkomandi. Tímabilið stendur nú og fellur með þessum tveimur leikjum, það er allt undir.
Gylfi heimsækir Old Trafford
Leikur í gær, leikur í dag og leikur á morgun, eða það finnst manni allavega þessa dagana. United tekur á móti Gylfa Sigurðssyni og félögum í Swansea eldsnemma á morgun.
Þetta er níundi og síðasti leikurinn sem okkar menn spila í brjálæðislega þéttum apríl-mánuði sem hefur bara verið ansi fínn fyrir United. Í þessum níu leikjum hefur liðið aðeins fengið á sig þrjú mörk, fært sig ofar í deildinni og tryggt sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gæti verið verra.
Gríðarmikilvægur borgarslagur
Fyrir viku síðan skrifaði Tryggvi Páll um það í upphitun fyrir seinni leikinn í Evrópuviðureigninni gegn Anderlecht að þar færi mikilvægasti leikur Manchester United á tímabilinu. Það má segja að þessi leikur sé það á vissan hátt líka. Aprílmánuður hefur verið mjög annasamur, Manchester United hefur þegar spilað 7 leiki í mánuðinum og á enn eftir 2 til viðbótar. Sá fyrri þeirra fer fram á Etihad vellinum í Manchester annað kvöld. Manchester United er aðeins einu stigi á eftir bláklæddu nágrönnunum og aðeins 3 stigum frá Liverpool. Baráttan um 3. og 4. sætið er galopin og þessi leikur mun ekki hafa úrslitaáhrif en hann er samt mjög mikilvægur fyrir þá baráttu. Hann hefst klukkan 19:00 og dómari í leiknum verður Martin Atkinson.
United fer til Burnley
Manchester United var heldur betur refsað grimmilega fyrir að ná ekki að klára Anderlecht í venjulegum leiktíma því bæði Marcos Rojo og Zlatan Ibrahimovic fóru meiddir af velli. Meiðsli Rojo virtist ekki jafn slæm og hjá Zlatan en nú hefur verið staðfest að báðir slitu þeir krossbönd í hné og ólíklegt að þeir komi meira við sögu á árinu 2017. Svo er hreinlega spurning hvort Zlatan hefur leikið sinn síðasta leik fyrir United því samningurinn hans rennur út í sumar og hann verður a.m.k. frá þangað til í janúar og því erfitt að réttlæta háan launakostnaðinn.