Að mörgu leyti er apríl skemmtilegasti mánuðurinn í boltanum. Þar ræðst svo margt hvernig tímabilið endar. Evrópukeppnirnar eru í fullum gangi og hver leikur í deildinni skiptir öllu máli um hvernig niðurstaðan verður í maí. Tap í einum leik getur sett allt úr skorðum. Það eru ekki töpin sem hafa sett tímabilið okkar úr skorðum, þvert á móti, liðið tapar varla leik. Nei, það eru jafnteflin sem hafa komið í bakið á okkur.
Upphitun
Tilvonandi Englandsmeistarar í heimsókn
Það hefur lengið í loftinu frá því snemma í haust að Chelsea væru tilvonandi Englandsmeistarar. Manchester City byrjaði vel og Chelsea tapaði fyrir Liverpool og Arsenal en hóf svo eigin sigurgöngu og hefur bara tapað tvisvar í deild síðan. Þeir eru með átta stiga forskot á Tottenham í öðru sætinu og þurfa að brotna ansi illilega til að missa af titlinum. United fór á Stamford Bridge í október og tapaði illilega 0-4 og það er vonandi að það gerist ekki aftur.
Manchester United fer til Belgíu
Annað kvöld mætir Manchester United liði Anderlecht í Belgíu. Staða United í úrvalsdeildinni er einfaldlega þannig að ef liðið ætlar sér í Meistaradeild Evrópu þá þarf liðið bara að vinna Evrópudeildina. United er með eitt sterkasta lið keppninnar og vissulega er sá möguleiki fyrir hendi. Varnarlega er liðið að standa sig vel og hefur ekki verið fá á sig mikið af mörkum. Stóra vandamál liðsins hefur verið nýting færa. Það er reyndar rannsóknarefni hvernig liðinu tekst að skora ekki og einnig höfum við á þessari síðu rætt þetta í podkastinu okkar.
Manchester United fer til Sunderland
Tuttugu leikir án taps. Ekki nema 30 leikir í að Manchester United slái metið yfir lengstu taplausu hrinuna í ensku úrvalsdeildinni. Helsti gallinn er bara að það stefnir í að 15 af þessum leikjum verði jafntefli.
Staðreyndin er þó samt að Manchester United er núna í lengstu taplausu hrinu sem lið í topp 5 deildum Evrópu hefur náð. Það er alveg eitthvað, jafnvel þótt við hefðum öll verið til í að einhver af þessum 20 leikjum hefði tapast ef við hefðum fengið fleiri sigurleiki á móti.
Everton kemur í heimsókn á Old Trafford
Flestir íþróttamenn vilja keppa strax eftir slaka frammistöðu og reyna þannig að bæta upp fyrir téða frammistöðu með sigri og góðum leik. Leikmenn Manchester United fá það tækifæri annað kvöld eftir jafnteflið gegn WBA á laugardaginn. Everton kemur inn í leikinn með sama hugarfari en þeir töpuðu enn og aftur fyrir Liverpool um helgina.
Old Trafford í vetur
Þegar José Mourinho tók við United þá bjóst maður við því að liðið yrði nær ósigrandi á heimavelli enda Mourinho ekki þekktur fyrir að tapa mörgum heimaleikjum. Fyrir utan mjög súrt tap í grannaslag gegn Manchester City í byrjun tímabils þá hefur það gengið eftir og er liðið taplaust í 19 leikjum í deild að ég held.