Núna eftir síðasta landsleikjahlé tímabilsins tekur við ótrúlega törn hjá Manchester United. Ef að liðið fer alla leið í Evrópudeildinni þá erum við að tala um leik á þriggja daga fresti út tímabilið. Til að bæta gráu ofan í svart þá ákváðu þeir Phil Jones og Chris Smalling að taka upp gamla siði og detta í langtímameiðsli. Nú í kvöld bárust þær fréttir að Juan Mata hafi gengist undir aðgerð á nára og geti jafnvel verið frá út tímabilið. Paul Pogba er líka frá en Wayne Rooney ætti að vera klár á morgun og Marouane Fellaini mögulega líka. Svo má ekki gleyma því að Zlatan Ibrahimovic og Ander Herrera taka út síðasta leikinn í þriggja og tveggja leikja banni.
Upphitun
Manchester United heimsækir Middlesbrough
Síðasti leikur Manchester United fyrir landsleikjahlé vorsins verður útileikur gegn Middlesbrough í hádeginu á sunnudegi. Síðasti fimmtudagur var mjög ólíkur fyrir þessi félög, á meðan Manchester United komst áfram í fjórðungsúrslit Evrópudeildarinnar þá rak Middlesbrough stjóra sinn, Aitor Karanka. Middlesbrough er ekki fyrsta félagið af þeim neðstu sem grípur til þessa ráðs til að reyna að hressa upp á spilamennsku síns liðs. Stundum virkar það hvetjandi á leikmenn, ekki síst í fyrsta leik eftir breytingar. Vonum að það taki Middlesbrough í það minnsta 90 mínútur að hressast.
Rússarnir frá Rostov koma í heimsókn
Eftir afar svekkjandi tap gegn Chelsea í bikarkeppninni á mánudaginn er það kærkomið að fá næsta bikarleik bara beint í andlitið. Rússarnir í FC Rostov eru á leið til Manchester í síðari viðureign félagins við okkar menn í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leik liðanna fyrir rétt tæpri viku. United stendur ágætlega að vígi enda erum við með eitt stykki útivallarmark í pokahorninu í boði Henrikh Mkhitaryan. Það er mikilvægur leikur framundan enda veðrður að segjast eins og er að Meistaradeildarsætið sem er í boði fyrir sigur í Evrópudeildinni sé raunhæfasta leið okkar aftur inn í Meistaradeildina, um það er maður ansi hræddur, í það minnsta.
United heimsækir Chelsea á Stamford Bridge í FA bikarnum
Annað kvöld lýkur 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með leik Chelsea og Manchester United. Síðast þegar liðin mættust þá var United gjörsigrað með fjórum mörkum gegn engu. Það var einmitt síðasti tapleikur liðsins í úrvalsdeildinni. Gengi liðanna í deildinni hefur verið frekar stöðugt. Chelsea í fyrsta sætinu og United í sjötta sætinu. Fram að þessum leik hefur Chelsea verið frekar heppið með mótherja en liðið sigraði Peterborough 4:1 í þriðju umferð, Brentford 4:0 í fjórðu umferð og Úlfanna 0:2 í fimmtu umferð.
Evrópuleikur í Rússlandi á morgun
Eftir hæðir og lægðir síðustu daga er komið að næsta leik, 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast á Olimp-2 vellinum í rússneska hafnarbænum Rostov-on-Don. Í beinni loftlínu eru 3.019 km á milli heimavalla Manchester United og FC Rostov. Þetta er ekki skemmtilegasta ferðalagið sem Manchester United hefði getað fengið en andstæðingurinn hefði getað verið mun erfiðari. Þó borgar sig ekki að vanmeta Rússana. Manchester United hefur líka sýnt það í vetur að auðveldur leikur á blaði þarf ekki að þýða að hann verði auðveldur þegar á grasið er komið.