Annað kvöld hefjast 32- liða úrslit Evrópudeildarinnar. Mótherji Manchester United er franska liðið Association Sportive de Saint-Étienne Loire eða St. Etienne í daglegu máli. St. Etienne hefur undanfarin ár verið í topphluta frönsku deildarinnar og tekið reglulega þátt í Evrópukeppni félagsliða. Liðið hefur orðið franskur meistari 10 sinnum og 6 sinnum orðið bikarmeistari. Besti árangur frakkanna í evrópukeppni var að lenda í 2.sæti í Evrópukeppni meistaraliða sem er forveri Meistaradeildarinnar tímabilið 1975-1976.
Upphitun
Watford kemur í heimsókn
Ég vil byrja á að minna á greinina sem Björn Friðgeir skrifaði í morgun um skuldamál Manchester United. En vindum okkur þá í hefðbundnari upphitunarmál.
Watford er í fínum málum, félagið hefur ekki að neinu að keppa en jafnframt er það ekki í neinni hættu. Þetta ætti því að vera nokkuð þægilegur leikur fyrir Manchester United en það er hættulegur hugsunarháttur því Watford er taplaust í síðustu 4 leikjum. Síðustu 2 leiki hafa þeir gulklæddu unnið, gegn Arsenal á útivelli og gegn Burnley á heimavelli. Það er því eins gott að leikmenn Manchester United verði með hugann við verkið þegar leikurinn verður flautaður á, klukkan 15:00 á morgun.
United heimsækir meistarana á morgun
Það verður að byrja þennan pistil á að minnast á það að Leicester eru meistarar. Því eins og staðan er núna þá gæti verið eitthvað í að United mæti Leicester aftur, hvað þá sem meisturum!
Eins og staðan er núna lítur útfyrir að Leicester sé að sigla hraðbyri í átt að falli. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tveimur deildarleikjum og tapað síðustu þremur og er tveimur stigum frá falli. Óeining er sögð innan hópsins og raddir orðnar háværari um að eina leiðin út úr ógöngunum sé að reka Ranieri, manninn sem vann hið ómögulega kraftaverk.
Hull enn og aftur…
Í þriðja skiptið á 23 dögum og í fjórða skipti á tímabilinu mun Manchester United spila gegn Hull City. Leikir liðana á þessu tímabili geta nú seint talist sem augnakonfekt fyrir knattspyrrnuaðdáendur, United hefur náð að knýja fram iðnaðarsigra í tveimur leikjum en á fimmtudaginn í síðustu viku vann Hull seinni leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins. Þjálfarinn okkar sagði reyndar að sá leikur hafi endað með jafntefli en það er önnur saga!
Seinni undanúrslitaleikurinn gegn Hull
Manchester United er aðeins 90 mínútum[footnote]nema Hull taki upp á því að vinna seinni leikinn 2-0, þá fáum við fleiri mínútur[/footnote] frá því að komast í fyrsta úrslitaleikinn sem er í boði á árinu, frá því að ná í miða á Wembley til að keppa um deildarbikarinn. Liðið hefur ekki komist í úrslitaleikinn í þessari keppni síðan 2010 þegar það vann bikarinn með sigri á Aston Villa. Af þeim 18 sem skipuðu leikmannahóp Manchester United þann dag eru aðeins þrír leikmenn enn hjá félaginu (Rooney, Carrick og Valencia).