Á síðasta degi ársins kemur Middlesbrough í heimsókn á Old Trafford. Middlesbrough situr nú í 15. sæti deildarinnar og hefur gengið frekar brösuglega undanfarið en þó sigrað tvö neðstu liðin, Hull og Swansea. Það er því um að ræða skyldusigur á morgun, ekki síst til að viðhalda góðu gengi undanfarið. Og um leið og ég skrifa orðið ‘skyldusigur’ þá fer auðvitað um mig kaldur hrollur, því reynsla síðustu ára hefur auðvitað verið sú að slíkir leikir hafa reynst örgustu bananahýði.
Upphitun
Sunderland kemur í jólaheimsókn
Rauðu djöflarnir óska öllum lesendum síðunnar gleðilegra jóla.
Það er komið að jólafótboltanum. Annar dagur jóla og það verða spilaðir 8 leikir í 18. umferðinni. Fyrri hluti tímabilsins er að klárast og þessi leikur er upphafið að leikjatörn þar sem Manchester United spilar 3 leiki á viku. Hin liðin gera það auðvitað líka og fá mislangan tíma á milli leikja eins og gengur og gerist.
Heimsókn til Tony Pulis
Á morgun fer José Mourinho með sína menn í heimsókn á The Hawthorns. Þar munu þeir etja kappi við Tony Pulis og lærisveina hans. Pulis hefur verið í fréttunum undanfarið útaf dómsmáli sem tengist veru hans hjá Crystal Palace.
Embed from Getty Images
Það verður þó ekki sagt að dómsmálið hafi haft áhrif á hans menn í West Bromwich Albion en þeir eru aðeins sæti neðar en Manchester United í töflunni, með fjórum stigum minna. Markatala liðanna er líka keimlík en W.B.A hefur skorað einu marki meira en fengið á sig tveimur mörkum meira en United liðið. Það er því hörkuleikru framundan!