Loksins, loksins, loksins, loksins.
Það er grannaslagur á morgun, og ólíkt síðustu þremur árum þá er það grannaslagur sem skiptir öllu máli!
Fyrir sex mánuðum síðan fór United í heimsókn til City og Tryggvi eyddi upphituninni í að ræða mál Louis van Gaal. Í sjálfum leiknum var Marcus Rashford enn og aftur stjarnan, skoraði 250. mark United í grannaslag og tryggði United 1-0 sigur og kom liðinu upp í… sjötta sætið. City sat þá hins vegar í fjórða sæti.