Á morgun klukkan 16:15 er Manchester United er að fara að spila undanúrslitaleik í FA bikarnum á Wembley Stadium. Í gegnum árin hefur United verið tíður gestur á Wembley, hvort sem það var í Samfélagsskildinum, deildarbikar nú eða jafnvel í úrslitaleik Meistaradeildar. Hlutirnir hafa hinsvegar ekki alltaf gengið upp hjá okkur í FA bikarnum síðan liðið vann bikarinn árið 2004. United hefur tapað í úrslitum gegn bæði Arsenal (2005) og Chelsea (2007) og svo tapað undanúrslitum gegn einmitt Everton (2009) og Man City (2011). Þrátt fyrir að þessi bikar hafi vafist fyrir okkur þá hafði liðið alltaf í nógu að snúast á öðrum vígstöðvum og verið í bullandi séns að vinna aðra titla. Þar af leiðandi hefur la-la árangur í FA bikarnum kannski ekki truflað okkur svo mikið.
Upphitun
Crystal Palace kemur í heimsókn
Á morgun koma lærisveinar Alan Pardews í heimsókn á Old Trafford.
Í mjög stuttu máli þá er þetta frekar einfalt, til að halda draumnum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili þá þarf leikurinn á morgun að vinnast. Mjög einfalt.
En við skulum þó aðeins fara ofan í saumana hérna.
Crystal Palace
Eftir að hafa gert 0-0 jafntelfi við okkar menn í lok október þar sem þeir voru almennt á fínu róli þá fór allt til fjandans og er Crystal Palace búið að sogast niður í fallbaráttu. Þeir eru þó níu stigum frá fallsæti svo þeir hafa eflaust ekki of miklar áhyggjur af því að spila í Championship deildinni á næsta ári.
Aston Villa kemur í heimsókn á Old Trafford
Jæja, rússíbanareið tímabilsins hjá Manchester United heldur áfram. Eftir hrikalega svekkjandi tap gegn Tottenham Hotspurs um síðustu helgi þá náði liðið að vinna hið feiknasterka lið West Ham tvö núll í Fa bikarkeppninni í vægast sagt stórskemmtilegum og erfiðum leik þar sem Marcus Rashford skoraði eitt af fallegustu mörkum United á þessu tímabili. Það sem þessi sigur gerði var að koma United í fjögurra liða úrslit bikarkeppninnar með Everton, Crystal Palace og Watford og er það eini sjens United að vinna bikar á þessu tímabili.
Síðasti séns – West Ham á morgun
Það er leikur í bikarnum á morgun kl 18:00 að íslenskum tíma, klukkan sex
Þetta er gamalkunn tilfinning. Búnir að missa af því sem máli skiptir en núna er það bikarinn og það er alltaf séns í bikarnum.
Embed from Getty Images
1948
Reyndar mjög gömul tilfinning, og hefur ekki gert vart við sig síðan sirka 1990. Það var það titillinn sem máli skiptir, nú er það Arséne Wenger bikarinn, fjórða sætið í deild.