Í annað skiptið síðan nýtt fyrirkomulag var tekið upp hefur United keppni í Evrópudeildinni eftir áramót eftir að hafa dottið úr Meistaradeildinni fyrir áramót. Síðast komst United í 16 liða úrslit en nú eru verðlaun fyrir sigur í Evrópudeildinni ekki bara eini alvörubikar sem Manchester United hefur aldrei unnið, heldur einnig sæti í Meistaradeildinni í haust, og það eru ansi margir sem horfa á stöðuna í deildinni og segja að þetta sé okkar eini möguleiki til þess.
Upphitun
Sunderland á morgun
Jæja.
Á morgun heimsækir lið United Sunderland heim í stórleik helgarinnar. Það hefur staðið nokkur styr um Sunderland í vikunni enda var Adam Johnson, leikmaður liðsins, sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni og var hann í kjölfarið hreinlega rekinn frá liðinu.
Einn af betri leikmönnum Sunderland og við fyrstu sýn lítur því út fyrir að allt sé í rugli hjá liðinu sem er í 19. sæti og án sigurs í heilan mánuð.
Heimsókn á Brúna
Ég veit hvað þið eruð að hugsa, ég er að hugsa það sama; Af hverju er Elli (Spaki Maðurinn) ekki að hita upp fyrir þennan stórleik. Elli hefur hitað upp fyrir síðustu tvo leiki og í þeim hefur liðið skorað sex mörk. Því miður er Elli upptekinn í barnauppeldi og tölvustússi sem enginn eðlilegur maður skilur, svo þið sitjið uppi með mig.
Mótherjinn
Mótherja sunnudagsins þekkjum við nokkuð vel en okkar mönnum hefur ekki beint gengið vel á Brúnni undanfarin ár. Í fyrra töpuðum við 1-0 þökk sé marki frá leikmanni ársins, Eden Hazard. Ef ég man rétt var United samt ekki lakara liðið í þeim leik. Undir stjórn David Moyes tapaði liðið 3-1 og á síðasta tímabilinu hans Sir Alex Ferguson unnu United 3-2 sigur þar sem Chelsea menn enduðu 9 inn á vellinum eftir brottrekstra Ivanovic og Torres. Leikirnir á undan því fóru annarsvegar 3-3 í leik sem er hvað þekktastur fyrir rosalega markvörslu David De Gea eftir aukaspyrnu núverandi Manchester United leikmannsins Juan Mata. Svo tapaði liðið 2-1 á Brúnni fyrir fimm árum síðan. Það má því reikna með erfiðum leik á morgun en United hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum á Brúnni, ekki nóg með það heldur eru Chelsea ósigraðir í síðustu níu viðureignum gegn United.
Stoke kemur í heimsókn í kvöld
Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég er fenginn til að skrifa tvær upphitanir í röð og það er gaman að velta fyrir sér er hversu mikið síðasti fótboltaleikur hefur áhrif á hugarfar manns þegar það kemur að því að hugsa til þess næsta.
Fyrir leikinn gegn Derby hafði United tapað 0-1 gegn Southampton í alveg afskaplega daufum leik sem Bjössi lýsti svona:
Þetta var hreint skelfilegur leikur af hálfu United. Allt það slæma sem við höfum verið að sjá í leikjum síðustu mánuða var kýrskýrt. Það er enginn hraði í leik liðsins, það skapast nær engin færi, og það er eins og miðjan geti ekkert gert til að skapa framávið.
United heimsækir Derby County á Pride Park
Þá er komið að því að United fær örlítið frí frá deildarkeppninni þar sem fjórða umferð FA bikarkeppninnar verður spiluð á morgun. Það er nú ekki algengt að föstudagsleiki en ég persónulega er bara ágætlega hrifinn af því (#PabbaSkoðanir). Leikurinn á morgun verður spilaður kl 19:55 á 33 þús manna Pride Park þar sem United mætir Derby County FC.
Fyrir gullfiskana sem eru að lesa þá komust United áfram með 1-0 sigri á Sheffield United í hreint út sagt frábærum fótboltaleik (örlítil kaldhæðni hérna). Sá leikur stefndi í framlengingu þegar Dean Hammond, varnarmaður Sheffield United, ákvað á 93′ mínútu að renna sér í glórulausa tæklingu inn í vítateig sem felldi Memphis. Dómarinn gat ekki annað en dæmt víti og örugg vítaspyrna Rooney kom United áfram. Á sama tíma sigraði Derby Hartlepool á útivelli með tveimur mörkum gegn einu (Vídeó með brot af því besta úr þeim leik).