Leikmenn og þjálfari United fá ekki langan tíma til að sleikja sárin og reyna að stoppa í götin eftir tapið sæma í gær. Englandsmeistarar Chelsea koma í heimsókn á Old Trafford á morgun og hugsa sér gott til góðarinnar að bæta við í verstu tapgöngu United í áratugi.
En það er ekki liðið í efsta sæti sem er að koma á morgun, það er liðið í 15. sæti. Eftir góðan sigur gegn Sunderland í fyrsta leik eftir brottrekstur Mourinho tók Guus Hiddink við og fór með Chelsea til Watford í gær og þurfti að hafa mikið fyrir 2-2 jafntefli þó að Oscar hefði svo sóað víti að hætti John Terry sem hefði tryggt þeim sigur.