Á morgun byrjar enska úrvalsdeildin aftur eftir alltof langt hlé. Það er fátt verra en að þurfa að bíða í tvær vikur eftir tap. Meiðslalistinn hjá United er aftur orðinn eins og hann á að sér að vera. Samkvæmt physioroom eru 8 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir leikinn á morgun. Tæpir en líklegir eru Wayne Rooney, Ander Herrera, Bastian Schweinsteiger, Michael Carrick og Marcus Rojo en meiddir eru Ashley Young, Paddy McNair og Luke Shaw.
Upphitun
Heldur sigurhrinan áfram? United heimsækir Arsenal á morgun
Manchester United hefur verið á góðu skriðu undanfarið, svo góðu að liðið situr á toppnum í fyrsta sinn í alltof alltof langan tíma. Á næstu vikum munum við þó fyrst sjá hvað er spunnið í liðið og hvort að LvG & co geti gert alvöru atlögu að titlinum eða ekki. Október er nefnilega ansi strembinn:
Landsleikjahléið sker mánuðinn auðvitað í sundur en það er þétt leikið frá og með 17. október þegar United fer til Everton. Eins og sjá má eru spilar United þrjá af erfiðustu útileikjum tímabilsins í óktóber, gegn Arsenal, Everton og Crystal Palace. Þar að auki er heimaleikur gegn City og inn í þetta blandast Meistaradeildin og Deildarbikarinn.
Meistaradeildin: Wolfsburg kemur í heimsókn
Loksins, loksins. Það er oft talað um að enginn viti hvað hann/hún eigi fyrr en glatað hefur. Í tilfelli Manchester United og stuðningsmanna liðsins er það Meistaradeild Evrópu. Síðasta tímabil var það fyrsta í ca. 20 ár sem að United var ekki neinni Evrópukeppni hvað þá meistaradeild.
Wes Brown og John O’Shea snúa aftur – Sunderland kemur í heimsókn
Það eru leikir á þriggja daga fresti núna hjá United, alveg nákvæmlega eins og maður vill hafa það. Í vikunni var það Ipswich, á morgun er það Sunderland og á miðvikudaginn er það Wolfsburg.
Önnur helgi, annar hollenskur stjóri. Dick Advocaat tók við stjórnartaumunum í Sunderland á síðasta tímabili. Hann sneri við gengi liðsins og bjargaði þeim frá falli en eitthvað hefur honum brugðist bogalistin það sem af er tímabili enda eru Sunderland-menn á botninum, rétt fyrir neðan erkifjendurna í Newcastle. Ekki bjartir tímar í norðaustur-Englandi þessa dagana.
Ipswich Town mætir á Old Trafford (Uppfært)
Hingað til hefur Louis van Gaal aðeins stýrt liðinu í einum leik í deildarbikarnum og sá leikur reyndist ansi örlagaríkur. Við skulum vona að leikurinn gegn Ipswich á morgun í 3.umferð deildarbikarsins reynist ekki jafn hrikalegur og tapið gegn MK Dons á síðustu leiktíð.
Það er talað um að í leiknum gegn MK Dons hafi framtíð ansi margra leikmanna sem voru um og í kringum leikmannahópinn verið ráðin og sé mið tekið af þessari mynd af liðinu í leiknum er erfitt að mæla gegn því: