Þá er komið síðasta leik United á Old Trafford þetta tímabilið. Eftir nauðsynlega sigur gegn Palace og jafntefli Liverpool gegn Chelsea liði sem var varla á hálfum hraða þá hefur markmið tímabilsins náðst. En Það var einmitt að tryggja sæti í Meistaradeild Evrópu. Einhverjir voru farnir að gera sér vonir um 2.-3. sæti eftir frábæra sigurhrinu í vor sem heldur betur hikstaði hressilega frá Chelsea til WBA leikjanna. Ekkert United mark var skorað í þeim. Með sigri í þessum leik gegn Arsenal þá á United veika von um að hirða af þeim 3. sætið. Gallinn er að Arsenal á leik inni, gegn Sunderland.
Upphitun
Crystal Palace á Selhurst Park á morgun
Í gær fengum við ansi skemmtileg sprengju þegar tilkynnt var að félagið hefði gengi frá kaupum á Memphis Depay frá PSV. Hann kemur í sumar og það er frábært að sjá hvað menn ætla sér að vera snemma í að ganga frá þessum málum, eitthvað sem menn hafa klárlega lært af síðustu tveimur sumrum. Næsta tímabil er því ofarlega í huga hjá stjórnarmönnum Manchester United en það þarf þó að klára tímabilið sem er í gangi áður en menn missa sig alveg í hugleiðingum um alla titlana sem United ætlar að vinna á næsta tímabili.
Return Of the Fletch
Góðan daginn dömur mínar og herrar.
Á morgun klukkan 16:30 mun Darren Fletcher, ásamt Tony Pulis, koma með lærisveina sína í W.B.A í heimsókn á Old Trafford. Eftir tvo tapleiki í röð þurfa okkar menn að rífa sig upp af rassgatinu og morgundagurinn er tilvalinn til þess.
Mótherjinn
Tony Pulis og liðsmenn hans í W.B.A sitja sjö stigum fyrir ofan fallsæti með 37 stig. Samkvæmt gömlu klisjunni þá þurfa þeir því þrjú stig í viðbót til að gulltryggja veru sína í deildinni. Annað árið í röð hefur Pulis tekið við liði sem er með buxurnar á hælunum en í fyrra tók hann við Crystal Palace sem voru svo gott sem dauðadæmdir. Hann bjargaði þeim frá falli og er að gera það sama með W.B.A í ár. Tony Pulis er vissulega ekki einn þarna en í janúar fékk hann Darren Fletcher til liðs við sig. Pulis var ekki lengi að gera okkar mann að fyrirliða og er hann vægast sagt að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga en Fletcher hefur spilað alla leiki W.B.A síðan hann flutti sig um set.
United heimsækir Everton á sunnudaginn
Fregnir frá Þýskalandi segja að United sé að ná samkomulagi við Dortmund um kaup á Ilkay Gundogan
Everton
Heimamenn hafa verið duglegir að hala inn stig að undanförnu eða 13 stig í 5 leikjum. Fram að því var stigasöfnunin 28 stig í 28 leikjum sem er afleit tölfræði fyrir lið sem stefndi pottþétt að meistaradeildarsæti. Markaskorunin hefur dreifst nokkuð vel í síðustu leikjum en liðið er þó ekki að skora mikið af mörkum. Í síðustu 3 leikjum hafa þeir einungis skorað 1 mark í leik en þó hlotið 7 stig. Það segir manni að vörnin hjá þeim virðist vera farin að smella saman en rétt er samt að taka fram að í síðustu 3 leikjum hafa þeir mætt Southampton, Swansea og Burnley.
Enn ein þolraunin – Chelsea á morgun
Þetta er búið að vera hreint ótrúlega gaman undanfarið! Sex sigurleikir í röð í deildinni, liðið verið meiðslalaust og farið að ná saman, leikaðferðin að smella, og meira að segja skemmtileg spilamennska.
En við vissum að þessi gríðarerfiða leikjahrina myndi enda á einum þeim erfiðasta. Síðustu 11 árin hefur United tvisvar unnið á Stamford Bridge. Í Meistaradeildinni vorið 2011 tryggði Wayne Rooney liðinu sigur með þessu marki