Á síðasti tímabili tókst Manchester United að snúa tveggja marki tapi á heimavelli gegn PSG við með ævintýralegum sigri í París. Síðan þá hefur gengið og frammistaðan verið töluvert á niðurleið.
Upphitun
Burnley á Old Trafford
Leikmenn United fá í kvöld gott tækifæri til þess að rífa sig í gang eftir tapið gegn Liverpool á sunnudaginn. Það sem myndi gera öruggan sigur gegn Burnley en betri er sú staðreynd að úrslit hjá liðunum í kringum okkur voru hagstæð. Það hefur reyndar líka oft reynst tvíeggjað sverð en þetta Burnley lið hefur oft verið betra en í vetur. Gestirnir verða án Ashley Barnes og Jóhann Berg er tæpur og er frekar ólíklegt að hann verði klár í þennan leik.
Útileikur á Turf Moor
Eftir glæsilegan heimasigur á Newcastle í fyrradag er komið að næstu leik í ensku jólageðveikinni. Burnley er statt um miðja deildina og eru með 24 stig þrátt fyrir nokkur mjög stór töp á tímabilinu. Liðið hefur verið þekkt fyrir agaðan og skipulagðan varnarleik en hefur verið að leka inn mörkum á tímabilinu. Það er því vissulega tækifæri á að ná nokkrum mörkum. En reynslan hefur sýnt að það eru nákvæmlega leikirnir sem United vinnur ekki og ná jafnvel ekki að skora í þeim heldur.
Hvaða Manchester United mætir til leiks gegn Brighton?
Eftir röð útisigra kom loks tap gegn Bournemouth í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Á fimmtudaginn vann United síðan töluvert öruggan 3:0 sigur gegn Partizan sem hefði getað orðið stærri en nægði þó til að tryggja sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Það jákvæðasta við þann leik var að allir framherjar leiksins skoruðu mörk. Þetta tímabil hefur markast af rosalega ójafnri spilamennsku, töpum leikjum gegn liðum sem eiga að vinnast og sigrum gegn Chelsea og fínni frammistöðu gegn Liverpool. Fyrir þessa umferð situr United í 10.sæti og Brighton sæti ofar. Vinnist þessi leikur og önnur úrslit verða hagstæð getum við séð liðið hoppa uppí 6. sætið alræmda.
Suðurstrandargæjarnir á morgun
United fer á suðurströndina á morgun og hittir þar fyrir Bournemouth í hádegisleiknum.
Fyrir tveim vikum síðan hefði útileikur haft í för með sér grátur og gnístran tanna og líklegast hefði upphitarinn alfarið komið sér framhjá því að minnast á gengi liðsins á útivöllum. En síðan þá hafa komið þrír útisigrar í röð og nú þarf sá fjórði að koma til að viðhalda góðu gengi liðsins.