Síðast mættust United og Newcastle á öðrum degi jóla. Sá leikur fór fram á Old Trafford og vannst 3:1. Það reyndist eini sigurinn í þeirri jafnteflissúpu sem jólatörnin reyndist vera. Newcastle hefur í millitíðinni farið í gegnum stjóraskipti eftir að Alan Pardew (Pardieu) stakk af og fluttist til London og tók við taumunum hjá Crystal Palace. Eftirmanni hans, John Carver, hefur ekki gengið neitt sérstaklega með liðið en Newcastle er þó í 11. sæti. Ekki amalegur árangur hjá liði sem virðist gera upp á bak reglulega. Á sama tíma hefur gengi United verið töluvert ólíkara en liðið er í bullandi baráttu um meistaradeildarsæti og enn með í bikarnum.
Upphitun
Sunderland mætir á Old Trafford á morgun
Það var ansi þungt í manni hljóðið eftir leikinn gegn Swansea um síðustu helgi. Þetta fer fljótt að verða að klisju en liðin í baráttunni um Meistaradeildarsætin mega ekki misstíga sig mikið það sem eftir er af tímabilinu. Það var því alveg grautfúlt að missa þennan leik niður í tap, sérstaklega í ljósi þess að Liverpool og Arsenal unnu sína leiki en þetta virðast vera okkar helstu andstæðingar um 3-4. sæti. Staðan er einfaldlega þannig að United má helst ekki tapa leik það sem eftir er tímabilsins, eða hvað?
‘Must-win’ leikur í Wales
Á morgun fer Manchester United til Wales og mætir þar Swansea í leik sem verður að vinnast. Ástæðan er sú að liðin fyrir aftan United í töflunni eru farin að nálgast óðfluga og það verður að segjast að við nennum ekki öðru tímabili þar sem það eru engir Evrópuleikir á þriðjudögum eða miðvikudögum (tek það fram að ég hef engan áhuga á Evrópuleikjum á fimmtudögum).
Heimsókn á Deepdale á morgun
Svo vitnað sé í undirritaðan í nýjasta hlaðvarpi Rauðu djöflanna
Preston er svo fornfrægt lið að það var meira að segja gott áður en ég man eftir mér
Preston North End voru stofnfélagar ensku deildarinnar og urðu Englandsmeistarar 1889 og 1890 og ekki nóg með það heldur unnu þeir bikarinn líka 1889 og voru því fyrsta liðið til að vinna það afrek. Því miður fyrir liðið endurtók það aldrei neitt þvílíkt, Bikarinn reyndar kom á Deepdale 1905 og 1938 og síðan ekki söguna meir. Liðið varð nokkrum sinnum í öðru sæti, síðast 1958.
Burnley heimsækir Old Trafford í kvöld
Eftir úrslitin í gær verða United nauðsynlega að fá þrjú stig í kvöld.
Eftir 2-1 sigur Arsenal á Leicester þá eru þeir komnir uppfyrir okkur í töflunni. Á sama tíma sigraði Liverpool Tottenham 3-2 og eru nú aðeins tveimur stigum frá United en Tottenham aðeins einu. Liðin hafa þó leikið leik meira þannig að sigur gegn fallbaráttu liði Burnley myndi gera heilmikið.