Loksins aftur komin helgi og leikur á morgun! Og nú er það stórleikur. Dýrlingarnir mæta á svæðið og þarf að fara langt aftur í tímann til að þessi leikur hafi verið leikur tveggja toppliða. Fyrir rúmum 30 árum endaði Southampton í 2. sæti í 1. deild sem er besti árangur þeirra í deild. Það ár endaði United í fimmta sæti en þegar United tók á móti Southampton 21. janúar 1984 var United í öðru sæti en Southampton í fimmta. Sigur þá hélt United í öðru sætinu en tveir sigrar í síðustu 11 leikjunum sáu til þess að það árið var ekki sigursælt hjá okkar mönnum.
Upphitun
Bikarleikur við Yeovil Town
Fyrsta helgin í janúar þýðir aðeins eitt: Þriðja umferðin í ensku bikarkeppninni.
Það er af sem áður var að þetta var einn af stærstu dögum leiktíðarinnar, dagurinn þegar litlu liðin mættu stóru liðunum, dagurinn þegar dagurinn utandeildarlið sem hafði leikið allt að átta leiki til að komast í þriðju umferð fékk tækifærið á stóra sviðinu, Dagurinn þegar risar titruðu og litli maðurinn, rafvirkinn, múrarinn og skrifstofublókin stóðu andspænis landsliðsmönnunum með sama markmið í sama leik.
Stoke City á nýju ári
Árið 2014 er að renna skeið sitt á enda. Og þvílíkt ár. United hóf árið í sjötta sæti, tveim stigum á eftir Liverpool og þrem á eftir Everton, og það var ekki öll nótt úti fyrir David Moyes. Við endum árið í þriðja sæti, þrem stigum á undan liðinu í fjórða, með nýjan stjóra, nýja leikmenn uppá 165 milljónir punda og einn dýrasta framherja í heimi að auki að láni. Það er óhætt að segja að það gefi síðasta ári ekkert eftir í sviptingum.
JólaUnited mætir JólaTottenham á morgun.
Það er skammt stórra högga á milli. Eftir fín úrslit í gær eru Louis van Gaal og félagar væntanlega á leið til London þar sem útileikur gegn Tottenham bíður Manchester United. Þessi jólageðveiki er kannski ekki alveg það besta fyrir leikmennina en sem stuðningsmaður er þetta auðvitað bara snilld. Þó að tíminn týnist iðulega í jólafríinu er auðvelt að benda á að hvað þessi leikjadagskrá er galin með því að ímynda sér að þetta prógram væri t.d. sett á í mars. Getið þið ímyndað ykkur United spila leik á föstudegi og svo strax aftur á sunnudegi? Sú var raunin þessi jól og viðbúið að einhver þreyta sitji eftir í okkar mönnum. Eðlilega.
Newcastle kemur í heimsókn
Gleðileg Jól dömur mínar og herrar.
Jæja, að því sem skiptir máli. Á morgun kemur Alan Pardew í heimsókn með Newcastle United. Newcastle byrjaði tímabilið skelfilega og vildu stuðningsmenn liðsins helst krossfesta Pardew og eiganda liðsins, Mike Ashley.
Ég hef ekki horft á nægilega mikið af Newcastle leikjum til að spá fyrir um byrjunarlið þeirra en samkvæmt Physio Room þá eru aðal- og varamarkvörður liðsins báðir meiddir. Jak Alnwick stendur því áfram í rammanum. Einnig eru Gabriel Obertan, Davide Santon, Ryan Taylor og Siem De Jong á meiðslalistanum. Sem stendur er Stuart Taylor meiddur en talið er að hann verði orðinn leikfær fyrir leikinn. Flestir þessara leikmanna hafa reyndar ekki spilað mikið í vetur svo það ætti ekki að riðla of mikið leikskipulagi Newcastle að þeir séu ekki með.