Góðan daginn kæru lesendur. Hér er á ferðinni mín fyrsta upphitun á síðunni svo hún gæti verið í lengri kantinum. Biðst fyrirfram afsökunar á því.
Á sunnudaginn kemur Roberto Martinez með Everton í heimsókn á Old Trafford Á síðasta tímabili gekk United vægast sagt illa gegn Everton, 0-1 tap á heimavelli og 2-0 tap á útivelli. Skelfing. Ef við gleymum leiknum í fyrra þá þurfum við að fara aftur til 1992 til að finna síðasta sigurleik Everton á Old Trafford. Þetta eru 20 leikir á milli sigurleikja og af þessum 20 leikjum vann United 17 þeirra. Eins og alþjóð veit þá endurtekur sagan sig alltaf, svo nú er komið að öðrum 20 leikjum í röð án taps gegn Everton.
Upphitun
West Ham á morgun
Vika er langur tími í fótbolta. Fyrir viku var ég gríðarspenntur fyrir leik helgarinnar og það fór eins og það fór. Vörn United fór í fri og síðan þá hafa þrír United varnarmenn helst úr lestinni og allt hefur snúist um það hversu vitleysisleg innkaupastefnan var í sumar og jafnvel hvenær reka eigi Van Gaal.
Bull og vitleysa segi ég og skrifa og nóg af þessari vitleysu. Skoðum liðið á morgun:
Leicester á morgun
Þegar fyrsta hlaðvarpið okkar kom út við spurðu einhverjir hvers vegna lítið var farið í fyrstu leikina í haust. Leikurinn gegn QPR svaraði þeirri spurningu nokkuð vel: Fyrstu leikirnir skiptu ekki máli fyrir framtíðina (nema auðvitað sem töpuð stig). Sömuleiðis sýndi leikurinn svo ekki var um villst að öll umræðan um 3-5-2 kerfið var á algerum villigötum. Kerfið sem Van Gaal tók skýrt fram að var valið vegna þeirra leikmanna sem hann hafði í höndunum þegar undirbúningstímabilið hófst var einfaldlega ekki eitthvað sem þurfti þegar fimm nýjir leikmenn eru komnir inn. Því varð tígulmiðjan fyrir valinu í síðasta leik og ef einhver hélt að Van Gaal væri búinn að gleyma hvað sé uppáhaldsleikkerfið hans þá taka þessi ummæli hans um Januzaj á blaðamannafundi í gær af allan vafa:
QPR á sunnudaginn – Rio snýr aftur
Undirritaður mætir í útvarpsþátt fotbolta.net á X-inu í hádeginu á morgun þar sem farið verður rækilega yfir gang mála hjá Manchester United.
Þá er landsleikjahléið aaaalveg að verða búið. Það er alltaf jafn pirrandi að menn skulu skera í sundur byrjunina á tímabilinu svona, sérstaklega þegar liðið manns hefur keypt alveg heilan helling af nýjum leikmönnum sem hafa ekki enn spilað fyrir liðið. Blessunarlega tókst þó strákunum okkar að gera þetta landsleikjahlé skemmtilegt með því að rúlla yfir Tyrki á þriðjudaginn.
United heimsækir Burnley á Turf Moor
Þegar Manchester United heimsótti Burnley árið 2009 voru Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez nýfarnir frá félaginu en Antonio Valencia, Gabriel Obertan og Michael Owen voru fengnir í staðinn hóst*Glazer*hóst. Sá leikur endaði með 1-0 sigri heimamanna þar sem Michael Carrick t.d. brenndi af vítaspyrnu. Liðin tvö áttu síðan ólík tímabil þar sem United var í hörkubaráttu um Englandsmeistaratitilinn sem þeir misstu á endanum naumlega til Chelsea en Burnley var í fallbaráttu sem þeir töpuðu á endanum.