Louis van Gaal sagði á sínum fyrsta blaðamannafundi að hann vildi sjá hópinn að störfum og hvernig hann gæti aðlagað sig að hugmyndum sínum um hvernig eigi að spila knattspyrnu áður en að félagið færi að kaupa nýja leikmann og losa sig við gamla. Hann hefur nú tekið nokkrar æfingar með liðinu og er væntanlega farinn að fá grófa mynd af því hvernig hlutirnir líta út. Menn hafa talað um hversu ánægðir þeir eru með van Gaal, bæði Wayne Rooney og Ed Woodward hafa talað um að þeir séu hrifnir af honum. Á aðfaranótt fimmtudags byrjar svo ballið þegar liðið spila við LA Galaxy í Los Angeles.
Upphitun
Loksins, loksins…
…loksins er þetta tímabil að taka enda.
United fer á ströndina á morgun, nánar til tekið suður til Southampton og spilar þar sinn síðasta leik undir stjórn Ryan Giggs. Í bili a.m.k. Giggs er búinn að vera að rótera nokkuð og gefa mönnum sénsa til að sýna tilvonandi stjóra hvað í þeim býr. Það verður ekki sagt að allir hafi gripið það tækifæri.
Það er því svolítið erfitt að spá hverjir fá aftur tækifæri, en ég spái þessu svona:
Síðasti heimaleikurinn á tímabilinu
Á morgun fer fram síðasti heimaleikurinn á Old Trafford í bili. Steve Bruce kemur með lærisveina sína í Hull í heimsókn. Það þurfti að færa þennan leik vegna þess að Hull hefur komið öllum að óvörum og sett saman ótrúlega atlögu að FA-bikarnum þar sem liðið er komið í úrslit. Í deildinni hefur það lengst af siglt lygnan sjó um miðbil deildarinnar en hefur verið að sogast neðar og neðar að undanförnu, leikmennirnir eru kannski að láta drauminn um bikarinn trufla sig. Eftir úrslit helgarinnar er þó ljóst að liðið getur ekki fallið og því mun Hull spila í Úrvalsdeildinni að ári.
Sunderland kemur í heimsókn
Þá er það leikur tvö af fjórum þar sem snillingurinn Ryan Giggs fær að stjórna United, í bili amk. Í síðasta leik gekk okkar mönnum svona ljómandi vel er þeir gjörsigruðu Norwich á Old Trafford með fjórum mörkum gegn engu í leik þar sem leikmennirnir voru mun sprækari en við höfum séð á þessu tímabili.
Á morgun verður það Sunderland sem kemur í heimsókn. Áður en við hitum okkur upp fyrir þann stórmeistaraleik skulum við byrja á helstu fréttum tengdu United.
United tekur á móti Norwich í fyrsta leik Giggs sem stjóri
Í sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Manchester United byrjaði Ryan Giggs á því að þakka David Moyes fyrir að hafa gefið sér sitt fyrsta tækifæri í þjálfun og og minntist á hvað hann væri stoltur að stýra Manchester United í þeim leikjum sem eftir eru. Hann talaði einnig um það að snúa aftur til United-hugmyndafræðinnar þar sem leikið er af ástríðu og hugrekki og þar sem leikmenn njóta sín á vellinum. Honum er mikið í mun að gefa aðdáendum eitthvað til að brosa yfir í þessum 4 leikjum sem eftir eru. Giggs segir að hjá sér sé sama tilhlökkun og sem leikmaður til næsta leiks og leikmenn hafi staðið sig vel á æfingum og séu einnig spenntir fyrir leiknum á morgun.