Eftir fyrsta útisigurinn síðan kvöldið góða í París er United aftur á útivelli og nú eru það nýliðar Norwich sem verða heimsóttir.
Vandamálið er samt augljóst þegar úrslitin í haust eru skoruð: United virðist fyrirmunað að skora fleiri en eitt mark í leik. Þegar Ole tók við og fram að leiknum í París var bent á að United væri að nýta færi sín betur en búast mætti við, skoruð mörk voru mun fleiri en vænt mörk (xG) en þetta tímabil hefur það verið að snúast við og nú er svo komið að United er ekki að skora eins mikið og búast mætti við.