Á morgun er ‘leikurinn um Ísland’ eins og það var orðað í samskiptum Tryggva Páls og Kristjáns Atla hér á fimmtudaginn. Upprisa Manchester City hefur sannarlega breytt borgarslagnum í Manchester í alvöru leiki en jafnvel í Englandi er Manchester United – Liverpool enn stærsti leikurinn fyrir stuðningsmenn þessara liða. Hér á Íslandi þarf hins vegar enn meira að breytast til að eitthvað komist með tærnar þar sem þessi leikur hefur hælana. Lang stærstu stuðningsmannahóparnir sjá til þess að vikan á eftir leik er óþolandi fyrir stuðningsmenn þess liðs sem tapar.
Upphitun
West Brom á útivelli
Þökk sé dapurri spilamennsku í deildarbikarnum þá höfum ekki séð Manchester United leika knattspyrnu síðan í stórleiknum gegn Olympiakos sem er samróma álit ritstjórnar síðunnar versti leikur United á tímabilinu og þá er mikið sagt. Eftir jafn andlausa og lélega spilamennsku þá er það ekki það besta að fá langt frí milli leikja. En ef þetta lið hefði snefil af sjálfstrausti og lágmarks vítaspyrnu hæfileika þá hefði það leikið í úrslitaleiknum gegn City.
Í vöggu evrópskrar menningar
Í dag hélt Manchester United til vöggu evrópskrar menningar, Grikklands og mæta á morgun sigursælasta liði Grikklands fyrr og síðar, Olympiakos frá Piræus. Síðan 1997 hafa Olympiakos orðið grískir meistarar öll árin nema tvö og á þessum árum tekið sjö tvennur. Þetta er í fjórða skiptið sem Olympiakos kemst áfram í Meistaradeildinni en Juventus, Bordeaux og Chelsea hafa séð til þess að sextán liða úrslit er enn besti árangur þeirra.
Crystal Palace á morgun
Ég verð að viðurkenna að ég hálfpartinn kvíði fyrir því að horfa á leikinn gegn Crystal Palace á morgun. Ég var nokkuð bjartsýnn síðasta vor þegar Moyes var ráðinn knattspyrnustjóri Man Utd. Vissulega bjóst ég við stærra nafni í stólinn en ráðningin olli mér samt engum áhyggjum því stjórn United virtist, loksins, vera tilbúið að henda alvöru fjármunum í leikmannakaup. Moyes hafði sýnt að hann væri nokkuð klókur á þeim markaði og ef hann fengi úr svipuðum fjármunum að moða eins og keppinautar United, þá væri nú spennandi tímar framundan!
United mætir Arsenal á Emirates.
Það er alveg ofboðslega gaman að vera stuðningsmaður United í dag. Liðið spilar hrottalega leiðinlega og óárangursríka knattspyrnu sem myndi varla sæma 4. deildinni hérna á Íslandi. Leiðið hugann að því hversu fáránlegt það er að reyna 82 fyrirgjafir í einum leik. Það er tæplega 1 fyrirgöf á mínútu. Það er ekkert í spilunum sem bendir til þess að United hafi getu né burði til að nálgast þetta 4. sæti. Ekki ef lið með Mata, Rooney, Robin van Persie, Januzaj og passívistu miðjumenn í heimi ætlar bara að dúndra boltanum í teiginn og vona það besta við hvert einasta tækifæri.