Á morgun fer fram síðasti leikurinn í þessari gríðarlega erfiðu leikjahrinu í upphafi tímabilsins. Hún var nú alveg nógu erfið fyrir áður en við drógumst gegn Liverpool í deildarbikarnum en við spilum við þá annað kvöld á Old Trafford. Þó maður kjósi helst að fá veikari andstæðinga í þessum mjólkurbikar verður að segjast að það er bara fínt að fá Liverpool í heimsókn eftir afhroðið á sunnudaginn.
Upphitun
Etihad heimsóttur á sunnudag
September er rétt hálfnaður og eftir helgina verður United búið að spila þrjá af stærstu leikjum vetrarins. Chelsea og Liverpool gengu ekki alveg sem skyldi en á morgun förum við á Etihad og ræðst þá stemmingin í borginni á mánudag.
Öll vitum við að hér uppfrá skiptir Liverpool leikurinn okkur meira máli svona upp á að mæta í vinnuna eftir helgi, og jafnvel þó það sé nú alltaf mál í Manchester eru menn þar líka skiptir í skoðunum. Wayne Rooney finnst Liverpool leikurinn stærri og það var líka raunin þegar Ron Atkinson var við stjórnvölinn. Þá var öldin aðeins önnur eins og BBC rifjar upp. Frekari upprifjun á góðum borgarslögum fyrri ára má finna í þessari grein Guardian frá 2008.
Bayer Leverkusen koma í heimsókn
Þá er komið að fyrsta meistaradeildarleik David Moyes sem stjóri Manchester United. Hann stjórnaði Everton í umspili um sæti í riðlakeppninni 2005-06 en tapaði báðum leikjunum gegn Villarreal 2-1, samtals 4-2. United hafa oft átt auðveldari riðla í þessari keppni og á Ferguson að hafa sagt að þetta sé erfiðasti riðill United til þessa. Þó þetta séu ekki stærstu og bestu lið sinna deilda fyrir utan Shakhtar Donetsk sem reyndar hafa misst töluvert af leikmönnum í sumar, Fernandinho til City og Henrikh Mkhitaryan til Dortmund bera þar hæst. Real Sociedad voru ef ég man rétt ríflega 30 stigum á eftir meisturum Barcelona í spænsku deildinni síðasta tímabil en spænsk lið eru mjög teknísk og geta reynst okkur erfið.
Crystal Palace kemur í heimsókn
Þá er komið að því góðir hlustendur! Nýtt tímabil, nýr stjóri, nýir leikmenn og svo nýr, ferskur og endurnærður Ellioman mættur á svæðið til að tækla það helsta sem viðkemur liðinu með félögum mínum hérna á raududjoflarnir.is. Vinsamlegast festið sætisólarnar því nú hefst fjörið!
Við hefjum þessa umfjöllun með því að athuga það helsta sem hefur gerst síðustu tvær vikur á meðan við biðum eftir endalokum landsleikjabreiksins. Sjáum nú til, hvað hefur gerst? hmm… Jú heyrðu, við keyptum loksins miðjumann! Já, þið heyrðuð rétt. Manchester United keypti miðjumann. Slíkt hefur ekki gerst í háa herrans tíð eða síðan 2007(!) þegar United keypti Owen Hargreaves frá Bayern Munich (verð alltaf leiður þegar hugsa út í hversu góður leikmaður hann hefði getað orðið fyrir liðið ef hann hefði sloppið við meiðsli). United keypti hárfagra naglann frá Everton sem nefndur var Maroune Fellaini. Fyrir þá sem vilja kynnast honum frekar, þá vísa ég ykkur á greinina hans Magga um kappann og fyrir þá sem vilja svo taka þetta skrefinu lengra þá getið þið pælt í leikaðferðum og uppstillingarmöguleikunum sem fylgja þessum kaupum Moyes. Ef þið hafið svo áhuga á því hvernig okkar mönnum gekk í landsleikjabreikinu, skoðið þá þess grein og einnig þessa hér.
Liverpool á morgun
Í fyrramálið stígur United liðið upp í rútu og ekur stuttan spöl upp M62 hraðbrautina og heimsækir bæli óvinarins kl 12.30 að íslenskum tíma.
Stærsti útileikur vetrarins, a.m.k. fyrir okkur hér uppi á Íslandi, og ennþá fyrir marga á Englandi er á dagskrá áður en tímabilið er varla hafið. Þrefið og slefið yfir leikmannamálum hefur fengið alla athygli manna síðustu daga og varla að ég hafi tekið eftir því að þessi leikur væri að koma. En nú þarf að einbeita sér að því sem skiptir máli, Fellaini, Baines, de Rossi, Herrera og Ronaldo verða af athyglinni í dag.