Baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu heldur áfram á morgun. Manchester United tekur á móti Watford sem er búið að eiga fínt tímabil en liðið situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru aðeins stigi á eftir Wolves. Síðast þegar liðin mættust sigraði United með 1:2 þar sem Romelu Lukaku og Chris Smalling sáu um markaskorun. Watford liðið er mjög gott en hefur átt það til að drulla örlítið samanber niðurlæginguna þeirra á Anfield. Óljóst er um þáttöku þeirra Tom Cleverley, Andre Gray og Jose Holebas. United hefur tapað tveimur leikjum gegn Arsenal í deild og Wolves í enska bikarnum.
Upphitun
Bikarleikur á Molineux vellinum
Manchester United heimsækir Wolverhampton Wanderers annað kvöld í 8-liða úrslitum FA bikarsins. Síðast þegar liðin mættust í september síðastliðnum þá endaði leikurinn í jafntefli þar sem Fred skoraði sitt eina mark fyrir United, að minnsta kosti hingað til. Gengi United frá því að Solskjær tók við því hefur verið framar öllum vonum og þetta tap gegn Arsenal í síðasta leik ætti ekki að mikil áhrif nema sem góð lexía fyrir lið og stuðingsfólk Manchester United.
Heimsókn til Fulham
Manchester United heimsækir Fulham á Craven Cottage í hádegisleiknum á morgun. United er búið að vera á svakalegri siglingu undir stjórn Ole Gunnar Solskjaer á meðan heimamenn róa lífróður til að bjarga sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Antonio Valencia og Matteo Darmian eru frá vegna meiðsla á meðan Marcos Rojo er farinn að æfa aftur. Það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að Ole geti stillt upp sínu sterkasta liði en stóra spurningin er hver fær hitt sætið í hjarta varnarinnar með Lindelöf.
Stóra prófraunin – Tottenham á Wembley á morgun
Það má hugsa sér það þessi auðvelda, á pappírnum, byrjun Ole Gunnar Solskjær með Manchester United hafi verið úthugsuð, ekki einasta hafi Mourinho verið rekinn á þessum tímapunkti vegna frammistöðunnar gegn Liverpool, heldur hafi eigendur og Woodward horft á planið og hugsað hvernig staðan væri ef liðið færi í gegnum jól og áramót og næði fimm sigrum, að hætti og Mourinho og hann væri þá órekanlegur.
Nýtt upphaf í Cardiff?
Eftir síðasta deildarleik þá fékk mjög margt stuðningsfólk Manchester United nóg. Nóg af endalausri neikvæðni, varkárum liðsuppstillingum, leiðinlegu leikskipulagi, nóg af José Mourinho. Undirritaður fór hressilega á út með Mourinho vagninn eftir tapið gegn Liverpool. Vissulega var stjórinn ekki eina vandamálið en hann var samt vandamál. Miðað við yfirbragð og tilsvör frá Portúgalanum frá því í sumar var það nánast skrifað í skýin að þetta myndi gerast. Nokkrir leikmenn þurfa líka að taka töluverða ábyrgð en þeir geta ekki falið sig bakvið José Mourinho lengur. Svo má ekki gleyma stjórninni og Ed Woodward. Ég er ekki mikill aðdáandi hans sem yfirmanns knattspyrnumála enda er það ekki hans sterkasta hlið. Ég vil samt gefa honum smá „credit“ fyrir að taka þessa ákvörðun og bíða ekki þangað til í lok mars þegar meistaradeildarsæti var úr sögunni. En þetta credit verður tekið tilbaka ef að verður ekki ráðinn ekki yfirmaður knattspyrnumála á leiðinni og farið í meiriháttar uppbyggingu bakvið tjöldin.