Þá er komið fyrsta stóra leik tímabilsins og jafnframt fyrsta heimaleik. José Mourinho og dátar hans í Chelsea koma í heimsókn. Margir hafa spáð Chelsea titlinum í vor einfaldlega vegna þess að Mourinho sé kominn aftur. Liðið hefur ekki styrkt sig mikið nema að menn telji að Andrea Schürrle hafi verið týnda púslið sem þá vantaði í fyrra. Síðasta tímabil Mourinho á Englandi tapaði liðið titlinum til okkar manna, hann hætti svo næsta haust. Chelsea tilkynnti í dag um kaup á Willian sem ætlaði til Liverpool, svo til Spurs en endaði svo hjá Chelsea, ég tel það einstaklega ólíklegt að hann muni koma við sögu annað kvöld. Chelsea hafa ekki byrjað tímabilið sannfærandi þó svo að þeir hafi 6 stig, þeir kaffærðu ekki nýliða Hull og voru stálheppnir gegn Aston Villa þar sem dómgæslan hjálpaði talsvert.
Upphitun
Swansea City fyrstu mótherjar David Moyes
Á morgun verður flautað til leiks á Liberty Stadium í Swansea og Robin van Persie og Danny Welbeck renna boltanum á milli sín og hefja nýjan kafla í sögu Manchester United. David Moyes er tekinn við.
Í morgun birtum við spekúlasjónir bloggskríbenta Rauðu djöflanna um tímabilið sem koma skal (fimmti pistillinn hefur bæst við frá í morgun), en nú er komið að því að einbeita sér að einum leik í einu. Það er ekki eins og undirbúningstímabilið hafi gefið miklar vísbendingar um hvað David Moyes telur sitt besta lið en svona er mín spá fyrir morgundaginn
Loksins, loksins alvöruleikur, Wigan á Wembley á morgun
Á morgun mætum við bikarmeisturum Wigan (já, þið lásuð rétt) í árlega leik meistara meistaranna eða Samfélagsskildinum. Ég man ekki hvenær það gerðist síðast að annað liðanna í þessum leik var ekki í úrvalsdeildinni og ykkur er velkomið lesendur góðir að minna mig á það í athugasemdunum.
Lið United fór um víðan völl þetta undirbúningstímabil og úrslitin kannski ekki þau bestu enda sjaldan stillt upp sterkasta liði. Ungu strákarnir fengu að njóta sín og þá sérstaklega litu þeir vel út Adnan Januzaj og Wilfried Zaha og ég yrði fyrir vonbrigðum ef þeir verða lánaðir. Margir stuðningsmenn eru pirraðir á getuleysi United á leikmannamarkaðinum og hafa þeir ýmislegt til síns máls. Kannski hefði verið betra að reyna við raunhæfari markmið en við skulum ekki örvænta alveg strax enda eru rúmar 3 vikur til loka félagsskiptagluggans.
Vináttuleikjaferð Manchester United 2013
Leikmenn United hafa verið að skríða saman úr sumarfríi og á morgun má segja að undirbúningstímabilið hefjist formlega þegar liðið spilar við Singha All-Stars í höfuðborg Tælands, Bangkok. Fyrir skömmu var hópurinn sem fer í ferðalagið tilkynntur og er hann eftirfarandi:
Markmenn: Anders Lindegaard, Ben Amos
Varnarmenn Rafael, Phil Jones, Rio Ferdinand, Jonny Evans, Patrice Evra, Alex Büttner, Fabio, Michael Keane
Miðjumenn: Michael Carrick, Anderson, Tom Cleverley, Ryan Giggs, Wilfried Zaha, Jesse Lingard, Adnan Januzaj
Framherjar: Wayne Rooney, Danny Welbeck
United heimsækir West Bromwich Albion
Þá er komið að því, síðasti leikur tímabilsins er runninn upp og sumarfríið blasir við. Það klikkar ekki að á hverju ári þegar að þessum tímapunkti kemur verður maður leiður yfir fótboltaleysi sumarsins. Svo þegar fólk segir manni að slaka á og að það hljóti nú að vera hægt að bíða rólegur í þrjá mánuði, hugsa ég til spaka mannsins þegar sagt var við hann: „Við erum með dóttir þína. Hún er örugg en hvort henni verði haldið þannig ræðst af þér. Þú ætlar að vera samvinnuþýður og fá hana til baka, rétt?“ og hann svaraði svo snilldarlega: „Rangt!“.