Þá er komið að síðasta stórleik tímabilsins. Það er með ólíkindum að vorleikir gegn Arsenal og Chelsea skipti ekki nokkru máli fyrir okkar menn. Eina spennan sem var fyrir leikinn gegn Arsenal var hvort United myndi slá stigamet Chelsea frá 2006, en þar sem leikurinn fór 1-1 (við reyndar rústuðum þeim í gulum spjöldum) þá var það úti. Robin van Persie var valinn leikmaður mánaðarins fyrir frammistöðurnar undir lok mánaðarins. Danny Welbeck er frá vegna meiðsla en Vidic og Scholes eru farnir að æfa aftur og ekki er ólíklegt að sá síðarnefndi verði á bekknum.
Upphitun
United heimsækir Arsenal
Eitt sinn sagði góður vinur minn, „Ég er ekki hrifinn af pólítík, ég vil einungis komast lífs af“. Sú setning kemur þessari upphitun ekki nokkurn skapaðan hlut við, fyrir utan það að ég vona að hún lífgi aðeins upp á lífið og tilveruna hjá lesendum Rauðu Djöflanna á þessum kosningadegi. Er ég sit hér fyrir framan tölvuna klukkan hálf tvö að nóttu til og skrifa þessa upphitun, þá átta ég mig á því að vinur minn sagði ansi margt sem á mjög vel við þennan stórleik sem við fáum að upplifa á morgun. Ég ætla því að nýta tækifærið og samtvinna þessa upphitun við marga gullmola sem hann hefur látið frá sér í gegnum tíðina. Til að forðast óþægilegar samræður í framtíðinni verður þessi vinur minn kallaður Benjamín eða hinn spaki maður í þessari grein. Kæru lesendur, It’s Showtime!
Aston Villa á morgun
Spennan er farinn að aukast. Enn eru sex stig í það að Manchester United tryggi sér Englandsmeistaratitilinn og á morgun kemur Aston Villa í heimsókn á Old Trafford og United ef allt væri með felldu ætti United að ná þar helmingnum af þeim stigum sem þarf.
En okkar menn hafa ekki beinlínis verið sannfærandi upp á síðkastið. Það er engin ástæða til að örvænta um niðurstöðuna í lok tímabilsins, en það er ekki hægt að segja að United sé að storma í átt að titlinum. Það er afskaplega þreytt að draga það upp að lliðið hefur ekki verið samt við sig frá Real Madrid leiknum, en sú er engu að síður raunin. Það er hægt að grafa upp nokkrar ástæður fyrir því. Robin van Persie hefur dregið verulega úr markaskorun, Rooney hefur ekki verið svipur hjá sjón síðustu vikur og miðjan okkar er síður en svo stabíl og auðveljanleg. Hver svo sem ástæðan er þá hafa varla valist tveir ‘venjulegir’ miðjumenn saman í miðjunni nýlega. Giggs spilaði þar á móti City, Rooney á móti Stoke og Jones á móti West Ham. Cleverley og Anderson hafa ekki sést í síðan móti Chelsea í bikarnum (Cleverly) og Sunderland (Anderson) um síðustu mánaðamót. Kantvandræðin halda áfram, Nani hefur verið meiddur allt tímabilið meira eða minna og ekkert náð sér á strik og núna er Young meiddur út tímabilið. Semsagt, allt við það sama þar fyrir leikinn á morgun.
West Ham á Boleyn Ground
Það eru sex leikir eftir af tímabilinu hjá okkar mönnum og á morgun fer fer einn af þeim leikjum fram. Liðið skellir sér í heimsókn til London til að spila við West Ham. Menn geta talað eins illa um Sam Allardyce og hans leikstíl og vilja en það er alveg morgunljóst að hans aðferðir skila liðum alltaf um miðja deild. Engin fallbarátta og engin hætta á þeim vonbrigðum að missa af titlum. Menn vita hvað menn fá. Það þarf því ekki að koma á óvart að West Ham situr í 12. sæti og ætti að vera öruggt um að falla ekki nema neðstu liðin framkvæmi einhverskonar kraftaverk.
Heimsókn til Stoke á Britannia
Eftir vonbrigðin á mánudaginn hefur forysta okkar minnkað niður í 12 stig. Til þess að trygga titilinn þá vantar okkur 10 stig í viðbót að því gefnu að City vinni rest.
Það er ekki beint hægt að sjá að það hafi verið meistarabragur á United síðan í byrjun marsmánaðar. Allir stóru leikirnar hafa tapast undanfarið og munar um það að Robin van Persie virðist vera fyrirmunað að skora en hann hefur ekki skorað í um 700 mínútur. Wayne Rooney hefur skorað nokkur mikilvæg mörk og sýnir það hversu nauðsynlegt það er að hafa nokkra góða framherja. Þetta mark Rooney gegn Norwich var valið mark marsmánaðar hjá ManUtd.com. Ashley Young er meiddur og verður frá í 2 vikur.