Komið þið sæl og blessuð og verið öll hjartanlega velkomin í þessa splúnkunýju útgáfu af „Spáum í spilin“, þar sem tvö lið eru tekin fyrir og greind í frumeindir. Eins og alltaf þá er enginn er óhultur fyrir miskunnarlausri gagnrýni í okkar þætti og þrátt fyrir þráláta orðróma um hið gagnstæða þá tek ég ekki við neinum mútuboðum! Ég heiti Elvar, kalla mig „ellioman“ á veraldarvefnum og verð með ykkur næstu 5-10 mínúturnar eða þann tíma sem tekur ykkur að lesa öll orðin þar til þið sjáið „Skrifa ummæli“. Sem ég mæli eindregið með að þið gerið!
Upphitun
Bikarleikur gegn Chelsea á morgun
Ath: Evrópa færði klukkuna í nótt og leikurinn á morgun er kl. 11:30!
Mér skilst að við séum með þokkalega forystu í deildinni, en á morgun skiptir það litlu máli.
Við förum til London og mætum Chelsea í aukaleik í átta liða úrslitum bikarsins eftir að hafa verið nokkuð heppnir að halda jöfnu gegn þeim í fyrri leiknum. Bæði lið verða eitthvað breytt eða þreytt eftir leiki gærdagsins. United fór eins og við vitum þokkalega auðveldlega í gegnum leik móti Sunderland en Chelsea tapaði fyrir Southampton á útivelli.
Heimsækjum Sunderland á Stadium of Light
Á morgun fara Rauðu djöflarnir á Stadium of Light og mæta þar heimamönnum í Sunderland. Undanfarin ár hafa margir fyrrverandi leikmenn farið til Sunderland, Roy Keane byrjaði knattspyrnustjóraferil sinn þar og kom þeim upp í Úrvalsdeildina, þá var Dwight Yorke á síðustu metrunum sem leikmaður. Síðan þá hafa Kieran Richardson, Philip Bardsley að ógleymdum Wes Brown og John O’Shea. Louis Saha lék með þeim í haust en var leystur undan samningi í janúar.
Reading á Old Trafford
Við erum komin vel á veg með seinni hluta tímabilsins. Það eru tíu deildarleikir eftir, þrjátíu stig í boði og stjóralausa liðið Reading að koma í heimsókn á Old Trafford. Þetta verður síðasti leikurinn fyrir landsleikjafrí og spilar United ekki næst fyrr en þrítugasta mars, gegn Sunderland á útivelli.
Reading rak stjórann sinn, Brian McDermott, á dögunum og leitar að eftirmanni hans sem þýðir að Eamonn Dolan mun sjá um stjórn liðsins á morgun. Reading deilir neðsta sæti deildarinnar með QPR, bæði lið með tuttugu og þrjú stig og markahlutfallið -21. Reading hafa nú tapað 5 leikjum í röð í öllum keppnum (deildin + FA bikarinn) en síðustu 6 deildarleikir Reading hafa endað með einu jafntefli, einum sigri og svo fjóra tapleiki í röð. Svo til að bæta gráu ofan á svart fyrir Reading, þá hafa síðustu sex útileikir liðsins endað með 5 töpum og einum sigri. En þrátt fyrir slæma frammistöðu í síðustu fimm leikjum þá var Reading búið að vinna 6 af síðustu átta leikjum í öllum keppnum fyrir það. Varla þarf ég að minna ykkur á leik liðanna á Madejski Stadium 1. desember, sem endaði 4-3 fyrir United þar sem öll mörkin voru skoruð á fyrstu 35 mínútunum? Reading eru semsagt sýnd veiði en alls ekki gefin!
Fjórðungsúrslit í bikarnum, Chelsea á morgun
Þrátt fyrir allt tal síðustu ára um hvað bikarkeppnin skipti ekki máli þurfum við ekkert að hafa áhyggjur af því að leikurinn á morgun verði ekki tekinn af fullri festu og einurð hjá báðum liðum. United þarf að koma sér í gírinn aftur eftir vonbrigði vikunnar og þó að Chelsea þurfi að einbeita sér að hörkubaráttu um 3-5. sætið í deildinni get ég ekki ímyndað mér annað en að Rafa vilji fá bikar í hús til að láta þetta hörmungartímabil Chelsea líta betur út.