De Gea
Jones Evans Vidic Evra
Valencia Carrick Cleverley Young
Rooney
van Persie
Bekkur:
Anders Lindegaard
Ryan Giggs
Javier Hernández
Danny Welbeck
Paul Scholes
Alexander Büttner
Darren Fletcher
Magnús Þór skrifaði þann | 2 ummæli
De Gea
Jones Evans Vidic Evra
Valencia Carrick Cleverley Young
Rooney
van Persie
Bekkur:
Anders Lindegaard
Ryan Giggs
Javier Hernández
Danny Welbeck
Paul Scholes
Alexander Büttner
Darren Fletcher
Magnús Þór skrifaði þann | 6 ummæli
Á morgun mætum við Walesverjunum í Swansea á útivelli. Þeir hafa átt nokkuð góðu gengi að fagna í deildinni í ár undir stjórn Michael Laudrup. Margir bjuggust við erfiðu gengi eftir brottför Brendan Rodgers en liðið spilaði í fyrra virkilega góðan fótbolta á spænska mátann. Michael Laudrup spilaði á sínum tíma fyrir bæði Barcelona og Real Madrid og hefur þjálfað Bröndby, Getafe, Spartak Moskvu og Mallorca. Swansea gerði sennilega bestu kaup tímabilsins þegar þeir fengu spænska snillingin Miguel Pérez Cuesta eða Michu eins og hann er betur þekktur en hann markahæstur í deildinni ásamt Robin van Persie sem hafa skorað 12 mörk hvor. Hann er ekki eini spánverjinn sem Laudrup hefur fengið til liðsins því einnig voru Chico Flores og Pablo Hernández verslaðir. Búast má við því að hraðir vængmenn heimamann geti valdið okkur vandræðum þá helst hinn eldsnöggi Nathan Dyer. Lesa meira
Það er búið að vera einstaklega gaman að vera United stuðningsmaður þessa vikuna eftir glæsilegan sigur liðsins gegn City síðasta sunnudag, en núna er víst komið að því að halda göngunni áfram í átt að titlinum því á morgun klukkan 15:00 verður flautað til leiks á Old Trafford í viðureign Manchester United og Sunderland. Martin O’Neill og lærlingum hans hefur ekki gengið vel í deildinni í vetur en um síðustu helgi unnu þeir þó góðan heimasigur gegn Reading og lyftu sér upp í 16 sætið í deildinni. Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 10 ummæli
Stærsti leikur tímabilsins til þessa fer fram á morgun þegar toppliðin tvö frá Manchester mætast í 164. Manchester-borgarslagnum. Fyrir leikinn situr United á toppnum með 36 stig. City fylgir fast á hæla okkar manna en eftir að hafa aðeins fatast flugið undanfarið er liðið með þremur stigum færra eða 33 stig. Það er athyglisvert að City hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu í deildinni en Mancini og hans menn hafa hinsvegar verið að gera mörg jafntefli. Aðeins eru búnir 15 leikir af tímabilinu en samt hefur liðið nú þegar gert sex jafntefli. Það sama má hinsvegar ekki segja um Manchester United, liðið hefur ekki gert jafntefli í háa herrans tíð. Síðasta jafntefli kom í leiknum örlagaríka gegn Everton þann 22. apríl sl. (4-4) þar sem segja má að okkar menn hafi glutrað titlinum á síðustu leiktíð. United hefur hinsvegar tapað þremur leikjum í vetur en þessi algjöri skortur á jafnteflum er það sem skilur þessi lið að í töflunni. Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 6 ummæli
Eins og allir ættu að vita fer Manchester-borgarslagurinn fram á sunnudaginn. Í tilefni þess fór ég á bókasöfnin og skjalasöfnin og gróf upp nokkrar algjörlega tilgangslausar en jafnframt skemmtilegar staðreyndir svo menn geti nú aldeilis slegið um sig á barnum eða í stofunni heima og látið flæða úr viskubrunnum sínum. Upphitun fyrir leikinn sjálfan kemur svo inn á morgun. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!