Síðasti leikur okkar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu verður á morgun þegar Rúmenarnir frá Cluj koma í heimsókn. Fyrri leiknum lauk með naumum sigri United í einum af streðleikjum þessa hausts. Fjórir sigrar í fyrstu fjórum leikjum riðilsins hafa þó tryggt okkur áfram og við getum tekið á móti Cluj með hálfgerðu varaliði, enda erfiðasti leikur tímabilsins framundan um næstu helgi, heimsóknin á Etihad.
Upphitun
Reading á morgun
Það er allt vitlaust að gera í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana, maður er rétt að ljúka yfirferð sinni á leikjum fjórtándu umferðar þegar sú fimmtánda er komin í gang. Á morgun sækja okkar menn Reading heim á Madejski vellinum í Berkshire héraði í Suður Englandi. Fyrir fram ætti þetta að teljast frekar léttur leikur fyrir United þar sem Reading hefur alls ekki vegnað vel í deildinni það sem af er tímabils. Þeir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með 9 stig, sem þeir hafa önglað saman með einum sigri og sex jafnteflum.
West Ham í heimsókn á morgun
Eftir enn einn erfiðan leik gegn lélegu liði um helgina er nú komið að því að taka á móti West Ham á morgun, en heil umferð er spiluð núna í miðri viku. Stóri Sámur Allardyce er búinn að vera að gera góða hluti með West Ham í haust, þó að illa hafi farið gegn Tottenham um helgina. Andy Carroll skoraði þar sitt fyrsta mark fyrir West Ham en annars hefur Kevin Nolan verið að sjá helst um markaskorunina hjá þeim.
Upphitun fyrir Man Utd – QPR
Nú þegar Chris Smalling og Phil Jones eru komnir tilbaka eftir langa fjarveru ætti það að losa álag á Rio Ferdinand reyndar hefur verið hörkugóður á þessari leiktíð, fyrir utan Tottenham leikinn. Frammistaða miðjumannanna ungu í Meistaradeildinni á þriðjudaginn lofaði góðu, Anderson var mjög duglegur og við þörfnumst þess að hafa hans drifkraft á miðjunni nema planið sé að svæfa andstæðingana. Phil Jones var frábær og erfitt var að sjá að hann væri nýstiginn uppúr meiðslum.
Galatasaray á morgun
Á morgun ferðast Manchester United til Istanbúl í fimmta sinn til leiks í Evrópukeppni meistaraliða, eða Meistaradeildinni. Með fullri virðingu fyrir fyrri leikjum gegn Fenerbahçe og Beşiktaş, þá eru það leikirnir gegn Galatasaray sem lifa í minningunni og þá fyrst og fremst leikur liðanna 3. nóvember 1993, eða fyrir rúmum 19 árum.
Haustið 1993 var stór stund hjá United áhangendum. Þá var Evrópukeppni meistaraliða var að breytast í Meistaradeild Evrópu og bar samt enn nafn með rentu, einungis fyrir meistara og eftir brjálæðislega sigurgleði vorsins áður fengu fékk Manchester United í fyrsta skipti í 24 ár farmiða sem gæti endað í fyrirheitna landinu með Evrópumeistaratigninni. Fyrstu mótherjarnir voru Ungverjarnir í Honved sem voru auðveldlega lagðir að velli heima og heiman en síðan kom að Galatasaray. Vanmat og mistök leiddu til þess að fyrri leikur liðanna á Old Trafford fór 3-3 og framundan var ferðin til Istanbúl.