Næsti leikur á dagskrá er á Carrow Road þar sem okkar menn mæta til leiks næstkomandi laugardagseftirmiðdegi. Byrjum á andstæðingum okkar á morgun. Norwich kom upp úr 1.deildinni í fyrra og náði undraverðum árangri með þennan afar „ómerkilega “ hóp sem liðið býr yfir. Þetta er mikið til samansafn leikmanna sem hafa spilað í neðri deildum Englands og því ljóst að Paul Lambert náði að kreista afskaplega mikinn safa úr þessari pínulitlu appelsínu, ef þið skiljið hvert ég er að fara. Nú er hinsvegar enginn Paul Lambert til staðar heldur einungis Chris nokkur Hougton. Hann var rekinn frá Newcastle fyrir þá einu sök að hann var ekki nógu stórt og fínt nafn í knattspyrnuheiminum. Menn bjuggst ekki við miklu frá honum þetta tímabilið og flestir ef ekki allir sem spáðu þessu Norwich liði lóðbeina leið niður í 1. deild. Ég er einn af þeim og hef akkúrat enga trú á þessu Norwich liði og ég stend ennþá fyllilega við spá mína um að liðið falli um deild og endi í 20. sæti þegar öll stigin hafa verið talin.
Upphitun
Aston Villa á Villa Park
Á morgun ætla leikmenn United að skutlast til Birmingham til að spila við Aston Villa á Villa Park. Verður þetta síðasti leikur dagsins á morgun og byrjar klukkan 17:30. United hefur farið í gegnum ansi þétta dagskrá undanfarið, dagskrá sem ég persónulega missti mest megnis af vegna fellibylsins Sandy en hún tók af mér rafmagnið í heila viku hér í New York. Ég veit því lítið um hvernig spilamennska liðsins hefur verið síðan í deildarleiknum við Chelsea. Úrslitin hafa verið þó verið góð, sigur gegn Chelsea og Arsenal. Aston Villa hefur gengið hálf brösuglega það sem af er tímabilinu, eru í 17 sæti með aðeins 9 stig. Það eru mikil vonbrigði fyrir Villa aðdáendur en þetta er lið sem ætti aldrei að fara mikið neðar en um miðja deild.
S.C. Braga – Manchester United annað kvöld
Annað kvöld byrjar seinni hluti riðlakeppninnar hjá okkar mönnum. Aftur mætum við Braga en í þetta skiptið fer leikurinn fram á heimavelli Portúgalana, Estádio AXA í Braga. Fyrri leikur þessara liða var dæmigerður leikur fyrir okkar menn á þessari leiktíð, lenda snemma undir og þurfa svo að vinna sig aftur inn í leikinn. Góðu fréttirnar eru þær að í síðustu deildarleikjum gegn Chelsea og Arsenal hefur annað verið upp á teningnum og hafa United menn skorað snemma og stjórnað leikjunum. Sir Alex sem á 26 ára starfsafmæli í dag hefur gefið það út að það verði breytt lið sem spilar í kvöld frá því um helgina. Búast má við að Rio Ferdinand verði hvíldur ásamt fleirum. En stefnan er samt sett á að vinna leikinn og tryggja liðið áfram. Hópurinn sem fer til Portúgal: De Gea, Lindegaard; Rafael, Evans, Ferdinand, Büttner, Smalling, Evra; Cleverley, Giggs, Anderson, Nani, Valencia, Carrick, Young, Powell; Rooney, Welbeck, Hernandez, van Persie.
Arsenal kemur í hádegisleikinn á morgun
Liðin er sú tíð að leikur Arsenal og United var úrslitaleikur um meistaratitilinn. Síðustu árin hefur það verið hlutskipti stuðningsmanna að horfa upp á bestu leikmenn liðsins hverfa á braut en í staðinn eru keyptir ódýrari leikmenn eða stuðst við uppalda leikmenn. Það ætti að vera fjarri nokkrum stuðningsmanni United að gagnrýna stefnu sem byggir á uppeldi, en eins og United stuðningsmenn hafa kvartað sáran undan að veskið sé dregið nægilega duglega upp hafa Arsenal stuðningsmenn gert hið sama. Þar á bæ munu vera til þokkalega digrir sjóðir eftir sölur síðustu ára, en engu að síður hefur Arsène Wenger ekki splæst í neina ofurkappa, en leitað eftir kjarakaupum.
Stamford Bridge, Part Deux
Á morgun er síðari viðureign Chelsea og Manchester United á 4 dögum. Það þarf ekki að fjölyrða um fyrri leikinn hér en ef menn vilja lesa sér til um hann þá minni ég á hina frábæru umfjöllun Sigurjóns frá því á sunnudag.
Þessi leikur er í Capitol One bikarnum, eða deildarbikarnum. Í gegnum tíðina hefur Ferguson notað þessa keppni til að gefa yngri leikmönnum tækifæri en hann mun líklega stilla upp reyndu liði í þessum leik.