Á morgun er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Chelsea, gæti reynst einn mikilvægasti leikur liðsins fyrir jól. Chelsea hefur verið á góðri siglingu í haust, unnið 6 leiki af 7 og gert eitt jafntefli. Þeir sitja á toppi deildarinnar, 4 stigum á undan okkar mönnum sem eru í öðru sæti með 18 stig. Það er því óþarfi að benda á hversu sterkt það væri að næla sér í 3 stig úr þessum leik, það gæti þó reynst erfitt þar sem Manchester United hefur ekki unnið á Stamford Bridge síðan 2002. Einnig þarf liðið að halda dampi núna því Man City, sem einnig eru með 18 stig, ættu að eiga frekar auðveldan heimaleik gegn Swansea.
Upphitun
Braga kemur í heimsókn
Jæja, þá er það Meistaradeildin. Í þetta sinn mætum við liði Braga frá Portúgal er þeir koma í heimsókn á Old Trafford. Okkar menn geta farið langleiðina með því að tryggja sig áfram í næstu umferð með sigri í þessum leik. Ég var að renna í gegnum tölfræði liðsins gegn portúgölskum liðum í Evrópukeppnum og hún er bara bærileg. Samtals hefur liðið spilað 23 leiki gegn liðum frá Portúgal og hafa 14 unnist en aðeins 4 tapast. Þar af hefur United aldrei tapað fyrir portúgölsku liði á Old Trafford. Það er því algjör óþarfi að fara að byrja á því núna.
Stoke í heimsókn á morgun
Síðasta landsleikjahléi þessa árs er lokið og alvara deildarinnar tekur við á ný. Allir okkar menn komu heilir heim og Ashley Young er orðinn klár í slaginn, þó að enn sé eitthvað í að Chris Smalling verði góður.
Það er því nokkuð klár hópur sem tekur á móti Stoke á morgun. Demanturinn hefur verið að standa sig nokkuð vel undanfarið og mér finnst líklegt að það verði uppá teningnum á morgun.
Newcastle Utd á morgun
Leikir þessa liða hafa oftar en ekki verið góð skemmtun oft var mikið skorað í þeim, hver man t.d. ekki eftir þrennunni hans Ronaldo í 6-0 sigri á Old Trafford 2008? Þetta var eina þrennan sem Ronaldo skoraði fyrir United.
Leikir þessa liða á síðustu leiktíð reyndust dýrkeyptir því við gerðum 1-1 jafntefli á heimavelli eftir að dómarinn gaf þeim víti, af því að United fá allar ákvarðanir á Old Trafford. Svo töpuðum við 3-0 á St. James’s Park, það tap skrifast alfarið á okkar lið.
CFR Cluj á morgun
Fyrsti útileikur United í Meistaradeildinni þetta árið er gegn spútn… nei, æ, fyrirgefið, gegn nýríku Nonnunum í liði CFR Cluj frá Rúmeníu.
CFR Cluj er frá borginni Cluj-Napoca í norðvestur Rúmeníu, í héraði sem sumir hafa heyrt nefnt og kallast Transylvania. Flestir tengja héraðið auðvitað Drakúla greifa, en náttúrufegurð ku vera meginaðdráttarafl héraðsins fyrir túrista.