Fyrir rúmu ári síðan fór United á Anfield í október, þá í öðru sæti deildarinnar með 19 stig eftir sjö leiki. Liðið hafði unnið sex leiki án þess að fá á sig mark, skorað fjögur mörk í fjórum þeirra, 21 mark alls og aðeins gert eitt jafntefli.Liverpool var í 6. sæti með 12 stig og í vandræðum. Leikurinn endaði sem markalaust jafntefli og United náði aldrei jafn góðu flugi eftir þetta, þó að liðið endaði á sama stað, í öðru sæti. Liverpool varð í fjórða sæti og endaði tímabilið á flugi, og komst í úrslit meistaradeildarinnar.
Upphitun
Manchester United tekur á móti nýliðum Fulham
Nýr dagur, ný áskorun. Eftir líflegan leik gegn Arsenal sem endaði 2:2 er röðin komin að Fulham. Gestirnir frá Lundúnum hafa verið ákveðin vonbrigði í deildinni hingað til en félagið eyddi talsverðum fjármunum í nýja leikmenn en árangurinn hefur ekki verið eftir því. Slavisa Jokanovic sem kom liðinu upp í úrvalsdeildina var látinn fara fyrir nokkru og hefur Ítalinn geðþekki Claudio Ranieri tekið við liðinu.
Nýtt Arsenal mætir á Old Trafford á morgun
Leikurinn gegn Arsenal er mikill tímamótaleikur. Í fyrsta skipti í 23 ár, síðan 20. mars 1995 kemur Arsenal án Arsène Wenger, og í fyrsta skipti síðan 25. ágúst 1985 er hvorki að finna Sir Alex Ferguson eða Wenger á hliðarlínunni.
Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Arsenal hafi verið orðnir langeygir eftir að Wenger ákvæði að leggja svefnpokann á hilluna og leyfa öðrum að spreyta sig. Gengi félagsins hafði farið versnandi og Wenger bikarinn endaði á Anfield í fyrra.
Manchester United heimsækir Southampton í leik sem verður að vinnast
Á morgun þann 1. desember mætast Manchester United og Southampton á St. Mary´s vellinum en síðarnefnda liðið hefur spilað heimaleiki sína þar frá árinu 2001. Það er ljóst að sigur og ekkert nema sigur kemur til greina hjá José Mourinho og hans mönnum en United situr sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Þá minnum við á 67. þátt Djöflavarpsins sem tekinn var upp í gær en hann má finna hér að neðan á síðunni.
Crystal Palace kemur í heimsókn
Landsleikjahlé að baki og svo langt síðan United lék síðast að það er næstum auðvelt að gleyma því hvernig sá leikur fór og gegn hverjum. En á morgun hefst þetta aftur og þrátt fyrir slæmt tap gegn City hafa flestar fréttir af United ílandsleikjaglugganum verið jákvæðar. Talað er um að stemmingin í hópnum sé ólíkt betri en hún var, Martial er kátari (en enn nokkuð fjarri því að skrifa undir nýjan samning og Chris Smalling fær nýjan samning upp á 120 þúsund pund á viku (það er valkvætt að fagna þessu síðastnefnda)