Það er í nægu að snúast þessa dagana fyrir okkur United menn, leikjaplanið er ansi þétt og núna er komið að því að leika við Tottenham í deildinni á Old Trafford. Leikurinn fer fram á morgun (laugardag) klukkan 16:30. Liðinu hefur gengið afskaplega vel gegn Tottenham undanfarin ár, í síðustu 20 leikjum á Old Trafford hefur Man Utd aldrei tapað, hafa unnið 17 leiki, gert 3 jafntefli og markatalan er 42 mörk gegn 8. Tottenham eru með mjög sterkt lið og auðvitað nýjan þjálfara. Villas-Boas reið kannski ekki feitum hesti gegn United þegar hann var með Chelsea en hver veit, kannski hefur hann lært eitt og annað síðan þá og kannski hentar honum betur að mæta á Old Trafford sem lítilmagninn. Ó vangaveltur.
Upphitun
Newcastle á morgun – deildarbikar
Eftir ævintýri helgarinnar er næsta verkefni fyrsti leikur liðsins í deildarbikarnum eða það sem nú kallast víst Capital One Cup. Nýr styrktaraðili þessa bikarkeppnis og tekur við af Carling sem hefur styrkt þessa keppni frá árinu 2003. Þetta er þriðja umferð keppninnar sem hófst um miðjan ágúst. Við drógumst gegn Newcastle og verður leikurinn spilaður á Old Trafford. Þessi lið mættust síðast í deildarbikarnum árið 1994 en þá vann Newcastle 2-0 sigur. Sir Alex spilaði þá unglingum á borð við David Beckham, Gary Neville og Paul Scholes.
Liverpool á morgun
Þá er komið að fyrri slag þessara fornu fjanda. Liðin hafa byrjað þetta tímabil mjög ólíkt. Á meðan United voru slakir í fyrsta leik en hafa svo unnið fjóra leiki í röð ef að fyrsti leikurinn í meistaradeildini er tekinn með, þá hafa Liverpool átt sína verstu byrjun í um 100 ár. Svo hefur Manchester Utd ekki unnið á Anfield síðan 2007. En eins og oft áður þegar þessi lið mætast þá skiptir tölfræðin ekki alltaf máli. Leikurinn hefst klukkan 12:30.
Meistaradeildin snýr aftur! Galatasaray í heimsókn á morgun.
Loksins er runninn upp stundin sem við höfum beðið eftir frá því að skelfilegri riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í fyrra. Þrátt fyrir að vera í þokkalega léttum riðli tókst okkur ekki að vinna nema tvo leiki og lentum í þriðja sæti eftir tap gegn Basel í síðasta leik. Skuldinni má að hluta skella á meiðsli en einnig er ljóst að Sir Alex tók allt of létt á keppninni og ætlaði að vinna þetta með vinstri, hvíldi leikmenn of mikið og því sem fór.
Wigan á morgun
Jæja, nú er landsleikjahléinu lokið og menn geta tekið gleði sína á ný. Okkar menn taka á móti Roberto Martinez og strákunum hans í Wigan. Eftir nokkuð erfiðan 2-3 útisigur á Southampton fáum við það sem er samkvæmt bókinni „léttur“ heimaleikur.
Hver einn og einasti stuðningsmaður United fékk vægt taugaáfall þegar fréttir bárust á sama degi að Shinji Kagawa og Robin van Persie hefðu báðir meiðst í landsliðsverkefnum sínum. Fréttir gefa þó til kynna að þeir glími ekki við alvarleg meiðsli og spánýjar fréttir gefa til kynna að þeir séu klárir í slaginn. Að öðrum meiðslapésum er það helst að frétta að Phil Jones verður frá næstu tvo mánuðina eftir að hafa orðið fyrir bakmeiðslum á æfingu og Chris Smalling er ennþá frá. Jonny Evans virðist hinsvegar vera að braggast og spilaði hann báða landsleiki N-Írlands. Það eru góðar fréttir því að nú þegar Meistaradeildin fer að fara af stað er liðið að sigla inn í þétt leikjaprógram og því gott að hægt sé að hvíla Rio og Vidic. Ashley Young er ásamt þeim félögum RvP og Kagawa spurningarmerki fyrir þennan leik. Ferguson sagði að Darren Fletcher yrði í hópnum fyrir þennan leik og eru það gleðifregnir, sérstaklega fyrir þá okkar sem höfðu afskrifað hann.