Eftir hálfbrösuglega byrjun Manchester United koma þær góðu fréttir að Jonny Evans er orðinn heill, og því þurfum við ekki lengur að þola að besti miðjumaðurinn okkar sé í miðverðinum. Evans lék allan leik U-21 árs liðsins í vikunni og er tilbúinn í slaginn á morgun. Rio Ferdinand og Phil Jones eru byrjaðir að æfa þó þeir séu ekki enn leikhæfir þannig að vonandi er varnarlínan að komast í fullan styrkleika. Ashley Young er hins vegar frá vegna meiðsla sem og auðvitað Rooney, en síðustu fréttir herma að hann verði kominn til baka eftir um mánuð, sem má teljast þokkalega sloppið.
Upphitun
Manchester United vs. Fulham
Á laugardaginn 25.ágúst leika United menn fyrsta heimaleik tímabilsins. Menn verða staðráðnir í því að sýna betri spilamennsku en á móti Everton. Búast má við því að Robin van Persie byrja sinn fyrsta heimaleik fyrir okkur, ekki veitir okkur af smá biti í sóknarleikinn. Vörnin verður líklega óbreytt frá því gegn Everton nema að Rafael fari í bakvörðinn og Valencia á hægri kantinn.