Eftir svekkjandi jafntefli gegn Chelsea og andlaust tap gegn Juventus er komið að heimsókn frá Everton. Fyrir þennan leik situr United í 10.sæti deildarinnar stigi á eftir Everton sem er í 9.sætinu. Bæði liðin hafa skorað 15 mörk en til gamans má geta að markatalan hjá Manchester United er í mínus. Það að fylgjast með þessu liði okkar í vetur hefur verið svona kynningarnámskeið fyrir kvíða og þunglyndi. Kvíði fyrir hverjum einasta leik og nánast undantekningarlaust þunglyndiskast bara við það að horfa á liðið spila knattspyrnu svo eru úrslitin ekki að hjálpa neitt sérstaklega mikið. Everton er á ágætu róli eftir slaka byrjun á tímabilinu. Gylfi Þór hefur verið að spila virkilega vel og skorað og lagt upp eins og hann fái borgað fyrir það, reyndar skilst mér að sé nákvæmlega það sem hann fær borgað fyrir.
Upphitun
Chelsea í London á morgun
Áður en við byrjum á upphituninni minni ég á djöflavarp gærdagsins
Þetta hefur verið spennandi landsleikjahlé að því leyti að síðustu fjörutíu og fimm mínúturnar sem United lék gáfu einhver fyrirheit um að blaðinu hefði verið snúið og að United ætti möguleika á að komast upp úr lægðinn sem liðið hefur verið í.
Það er ekki langt að bíða þess að það komi alvöru prófsteinn á þær vonir: Fyrsti leikurinn í deildinni eftir hléið er einmitt hádegisleikur Manchester United og Chelsea á Stamford Bridge.
Rafa Benítez og Newcastle á morgun
Það er óhætt að segja að þessi vika hafi ekki verið góð fyrir Manchester United. Hrikalegt tap um helgina gegn West Ham og ömurlegt jafntefli á Old Trafford gegn Valencia. Í hálfleik gegn West Ham vorum við líklega flest farin að búast við að José tæki pokann sinn þá og þegar, en hann er enn við stjórnvölinn og að minnsta kosti sumir af traustari blaðamönnunum halda því fram að hann hafi enn traust stjórnarinnar, og eins eru einhverjar fréttir af því að Zinedine Zidane sé ekki alveg fyrsti kostur að taka við.
Úlfar í leikhús draumanna
Minni á Djöflavarp vikunnar frá því gærkvöldi.
Eftir þrjá ágæta útisigra í röð er loksins komið að heimaleik. Liðið sem mætir á Old Trafford er Wolverhampton Wanderers sem er held ég eina liðið sem er reglulega þýtt yfir á íslensku en yfirleitt er liðið kallað Úlfarnir. Þessir Úlfar enduðu einmitt í 1. sæti Championship deildarinnar sem er við hæfi þar sem að liðið er talsvert betra en Cardiff og Fulham sem fylgdu Úlfunum upp í úrvalsdeild. Liðið hefur farið þokkalega af stað en liðið hefur gert jafntefli við Everton og Man City, tapað fyrir Leicester og unnið 1:0 sigra gegn West Ham og Burnley ásamt því að sigra Sheffield Wednesday í Carabao bikarnum. Úlfarnir eru í 9.sæti deildarinnar stigi á eftir United sem er í 8.sæti.
Bikarúrslit á Wembley
Á morgun munu tveir af risum enskrar knattspyrnu sleikja sárin eftir erfitt tímabil og reyna að gera gott úr því með því að vinna elstu og virtustu bikarkeppni í heimi.
Manchester United reynir þá að vinna sinn þrettánda bikarsigur sem myndi aftur færa félagið upp að hlið Arsenal í fjölda slíkra.
Ellefu fyrstu bikurunum voru gerð góð skil hér fyrir tveimur árum þegar United vann Crystal Palace í bikarúrslitum á eftirminnilegan hátt. Sá sigur batt enda á 12 ára bikarlaust tímabil, það lengsta sem fólk á mínum aldri man, en náði þó ekki að bjarga starfi Louis van Gaal.