Það hefur oft áður verið betri stemming fyrir derbyleik Manchester United og Manchester City en leiknum sem fram fer á Etihad kl 16:30 á morgun. Það er aðeins ein spurning sem liggur fyrir: Mun Manchester City tryggja sér Englandsmeistaratitilinn? Til þess þarf City sigur, en annað nægir til þess að leikmenn United þurfa ekki að horfa á fögnuð leikmanna og stuðningsmanna. Einhver kynni að segja að það væri fínt spark í rassinn fyrir leikmenn og þjálfara United að horfa upp á slíkt, en fyrir geðheilsu United stuðningsfólks og almannaöryggi á vellinum er það án efa ekki góð hugmynd.
Upphitun
Úrslitin ráðast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar
Eftir markalausan fyrri leik í viðureign Manchester United og Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er komið að úrslitastundu. Manchester United verður að vinna þennan leik, það er ekkert annað sem gildir. Sevilla nægir jafntefli ef það koma mörk í leikinn og verði áfram markalaust til lengdar þá endar þetta í vítaspyrnukeppni.
Dómarinn í þessum leik verður Hollendingurinn Danny Makkelie og það verður flautað til leiks kl. 19:45 annað kvöld.
Mánudagskvöld á Selhurst Park
Tottenham Hotspur vann sinn laugardagsleik gegn Huddersfield Town með tveimur mörkum gegn engu. Liverpool vann svo sinn leik seinni part laugardags gegn Newcastle United, einnig með tveimur mörkum gegn engu. Chelsea náði hins vegar ekki að vinna sinn sunnudagsleik heldur tapaði gegn verðandi meisturum Manchester City. Fyrir þennan leik Manchester United gegn Crystal Palace þá er því Liverpool aftur komið uppfyrir United í töflunni, Tottenham er aðeins einu stigi frá United en Chelsea áfram sex stigum á eftir. Það er því dauðafæri að slíta sig frá fimmta sætinu og koma muninum upp í 9 stig með 9 leiki eftir.
Krísa? Hvaða krísa – Chelsea á morgun
Miðað við viðbrögð margra stuðningsmanna hefði mátt halda að United hefði í vikunni tapað 4-0 á heimavelli fyrir Sevilla. En svo var nú ekki. 0-0 var raunin og þó að útvallarmark sé gríðarlega mikilvægt þá mætum við Sevilla aftur á Old Trafford eftir tvær og hálfa viku, vissir um að sigur nægir til að halda áfram í Meistaradeildinni.
Það er auðvitað enginn að mæla því í mót að leikurinn var ekki sá skemmtilegasti sem liðið hefur leikið og það hefur vissulega verið aðalsmerki United í gegnum áratugina að spila skemmtilegan fótbolta. En það er ekki hægt að horfa á einn leik án þess að líta á heildarmyndina. Manchester United hefur líklega ekki leikið skemmtilegan fótbolta trekk í trekk í hátt í áratug. Síðustu ár Sir Alex voru byggð á sterkri vörn og síðan vannst titill 2013 út á kaupin á Robin van Persie.
Fimmta umferð í bikarnum: Ferð til Huddersfield
Á morgun keppir United við Huddersfield í fimmtu umferð bikarkeppninar á útivelli. Leikirnir við Huddersfield í vetur hafa verið eins og svart og hvítt.
Fyrir tveimur vikum vannst öruggur heimasigur 2-0 en fyrri leikurinn var einn sá lélegasti á tímabilinu og Huddersfield vann hann 2-1.
Það er því sýnd veiði en ekki gefin á John Smith’s vellinum á morgun. United er ekki með nein ný meiðslavandræði sem gefin hafa verið upp en við hljótum að hafa áhyggjur af stöðunni á Paul Pogba og svo hlýtur þetta að vera leikur þar sem Nemanja Matic fær frí.