Á síðasta degi ársins kemur Middlesbrough í heimsókn á Old Trafford. Middlesbrough situr nú í 15. sæti deildarinnar og hefur gengið frekar brösuglega undanfarið en þó sigrað tvö neðstu liðin, Hull og Swansea. Það er því um að ræða skyldusigur á morgun, ekki síst til að viðhalda góðu gengi undanfarið. Og um leið og ég skrifa orðið ‘skyldusigur’ þá fer auðvitað um mig kaldur hrollur, því reynsla síðustu ára hefur auðvitað verið sú að slíkir leikir hafa reynst örgustu bananahýði.
Victor Valdes
Victor Valdes og aðrar vangaveltur *uppfært*
Glugginn hefur verið opinn í tæplega viku og United virðist vera að ganga frá sínum fyrstu kaupum. Allir þessir helstu blaðamenn birtu tíst og greinar í dag um að hann hefði samþykkt 18 mánaða samningstilboð frá félaginu. Hann verður því hjá félaginu út næsta tímabil, hið minnsta. Opinber staðfesting er ekki komin en það er líklega bara formsatriði.
*Uppfært 8.jan*