Þá er komið að því gott fólk. Fjórða umferð FA bikarkeppninnar er mætt með hnúajárnin og hafnaboltakylfurnar á gólfteppið okkar. Það er nefnilega stórleikur í vændum hjá okkur er hinir fornu fjendur og nágrannar United, Wigan Athletic, heimsækja Old Trafford í sannkölluðum hörkugrannaslag! Af öðrum leikjum í þessari umferð má í raun segja að eini leikurinn sem gæti verið eitthvað smá spennandi, fyrir utan stórleikinn sem er til umræðu hér, er viðureign Arsenal gegn Southampton. Rest er frekar miðlungs.
Warren Joyce
Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins? 2016:4
STÓRU FRÉTTIRNAR hvað varðar yngri lið Manchester United eru þær að maðurinn sem breytir öllu í gull, Warren Joyce, er farinn til Wigan í Championship deildinni. Verður það stórt skarð að fylla en hefur hann unnið U23 ára deildina núna þrisvar á síðustu fjórum árum.
Hann er ekki stærsta nafnið í bransanum en hann er einn af þessum þjálfurum sem fer undir radarinn, gífurlega góður í sínu starfi sem milliliður fyrir unglingalið og aðallið. Þó svo að unglingalið United hafi kannski ekki verið að fjöldaframleiða leikmenn í aðalliðið undanfarin ár þá er félagið samt það félag á Englandi sem býr til flesta atvinnumenn í efstu eða næstu efstu deild. Daily Mail fjallaði meðal annars um málið á dögunum.