Baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu heldur áfram á morgun. Manchester United tekur á móti Watford sem er búið að eiga fínt tímabil en liðið situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru aðeins stigi á eftir Wolves. Síðast þegar liðin mættust sigraði United með 1:2 þar sem Romelu Lukaku og Chris Smalling sáu um markaskorun. Watford liðið er mjög gott en hefur átt það til að drulla örlítið samanber niðurlæginguna þeirra á Anfield. Óljóst er um þáttöku þeirra Tom Cleverley, Andre Gray og Jose Holebas. United hefur tapað tveimur leikjum gegn Arsenal í deild og Wolves í enska bikarnum.
Watford
Djöflavarpið 62. þáttur – Watford, Young Boys og Wolves
Maggi, Halldór og Björn settust niður og ræddu sigrana gegn Watford í úrvalsdeildinni og Young Boys í Meistaradeild Evrópu. Einnig var farið yfir sigra kvennaliðsins í fyrstu tveim leikjum sínum í deildarkeppni og aðeins rætt um leikina framundan.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef við viljið senda okkur spurningar þá er það hægt á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Djöflavarpið 61.þáttur – Spurt og svarað
Maggi, Halldór og Friðrik settust niður og svöruðu spurningum frá ykkur ásamt því að hita létt upp fyrir leikinn gegn Watford á laugardaginn.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef við viljið senda okkur spurningar þá er það hægt á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 1:0 Watford
Þetta var 1000. leikur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. 500. úrvalsdeildarleikurinn á Old Trafford. Kveðjuleikur Michael Carrick og alveg mögulega kveðjuleikur fleiri leikmanna liðsins. Einn þeirra var þó óvænt fjarverandi. Anthony Martial átti að spila þennan leik, samkvæmt því sem Mourinho sagði eftir West Ham leikinn á fimmtudaginn. Svo varð þó ekki, fyrir leik bárust fréttir af því að Martial hefði mætt á svæðið og keyrt svo í burtu, væri ekki í hópnum. Það kveikti strax alls konar sögur, hvort sem það var að Martial hafi farið í fússi og ósætti við Mourinho, að ólétt kærastan hans væri á leið í fæðingu eða mögulega að hann væri meiddur. Það kom svo seinna í ljós að hann hafði meiðst á æfingu daginn fyrir leik.
Watford kemur í heimsókn í lokaleik deildarinnar
Það hefur oft verið meira undir í lokaleik deildarinnar en er núna. Raunar er þetta einhver minnst spennandi lokaumferð í ensku úrvalsdeildinni í langan tíma, það er allt svo gott sem ráðið og bara langsóttir möguleikar á hreyfingu hvað síðasta fallsætið og 4. sæti deildarinnar snertir.
Manchester United er búið að tryggja 2. sætið, það var eiginlega aldrei í neinni alvöru hættu. Þessi leikur verður því notaður til að kveðja einn af okkar betri leikmönnum síðustu ár. Michael Carrick, fyrirliði liðsins, mun byrja þennan leik og hann mun fá heiðursskiptingu. Og það er svo sannarlega gott tilefni til að fagna.