Á morgun klukkan 11:00 að íslenskum tíma, heimsækir United Vicarage Road þar sem leikmenn Walter Mazzarri í Watford vonast til að næla sér í þrjú stig gegn United liði sem hefur átt vægast sagt ömurlega viku. Að sama skapi er það von Mourinho og leikmönnum United að liðið nái að snúa þessu við og komist aftur í gírinn. Staðreyndin er sú að við megum svo sannarlega ekki við öðru en að það gerist því Pep Guardiola og leikmenn hans í City eru á svaka siglingu þessa dagana og virðist fátt geta stöðvað þá þessa dagana. Það er því gríðarlega mikilvægt að missa þá ekki of langt frá sér.
Watford
Manchester United 1:0 Watford
Erfiður en alveg afskaplega mikilvægur sigur á Watford staðreynd. Juan Mata skoraði sigurmarkið á 83. mínútu. Liðin fyrir ofan okkar töpuðu öll stigum í þessari umferð þannig að United nær að saxa vel á.
Skoðum hvernig leikurinn gekk fyrir sig.
Byrjunarliðið var svona ca. eins og búist var fyrir utan það að Timothy Fosu-Mensah byrjaði leikinn í fyrsta sinn á sínum United-ferli. Juan Mata bar fyrirliðabandið og Marcus Rashford, Memphis og Martial mynduðu framlínu United. Þetta var ansi ungt lið og ekki var bekkurinn eldri.
Watford sækir Old Trafford heim
Leikirnir koma hreinlega á færibandi þessa dagana alveg nákvæmlega eins og það á að vera þegar komið er fram í það sem menn kalla ‘The business end‘ tímabilsins.
Það er nokkuð bjart yfir okkar mönnum þessa dagana eftir það sem ég vil meina að sé besti sigur United frá þvi að Sir Alex Ferguson steig til hliðar. Það var eitthvað við það að sjá alla þessa krakka sem hafa verið hjá United frá 7-8 ára aldri pakka einu sterkasta Arsenal-liði seinni ára saman.
Watford 1:2 Manchester United
United sigraði Watford með tveimur mörkum gegn einu í erfiðum útileik á Vicarage Road, heimavelli Watford.
Þetta var soldið öðruvísi leikur en við höfum komið til með að venjast á þessari leiktíð þar sem við höfum horft á United halda boltanum í óratíma án þess að ná að skapa mikið af góðum færum en stjórna hinsvegar leiknum gjörsamlega. Frammistaðan í dag minnti meira á United með Moyes stjórnvölinn þar sem liðin skiptu boltanum nokkuð jafnt á milli sín, sótt var á báðum endum, mikið um klaufamistök og hættuleg færi.
Spáum í spilið fer yfir leik United gegn Watford á morgun
Komið þið sæl og blessuð og verið öll hjartanlega velkomin í „Spáum í spilin“, þar sem tvö lið eru tekin fyrir og greind í frumeindir. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá erum við ekki oft á dagskrá, síðasti þáttur fór síðast í loftið apríl 2013 en við státum okkur af því að setja ávallt áhorfandamet í hvert sinn sem þáttur fer í loftið og er fastlega búist við því að það haldi áfram í dag.