Enska úrvalsdeildin

Tottenham Hotspur 2:1 Manchester United

Þegar liðið var birt voru flest frekar ringluð, einhvers konar uppstilling með þremur miðvörðum og Rooney og Carrick á miðjunni. En í staðinn var þetta um það bil svona

1
De Gea
17
Blind
4
Jones
12
Smalling
3
Bailly
38
Tuanzebe
18
Carrick
10
Rooney
14
Lingard
8
Mata
11
Martial

Varamenn voru: S.Romero, Darmian, Mitchell, Ander Herrera(61′), McTominay, Mkhitaryan(61′), Rashford (73′), Demetri Mitchell að fá sitt fyrsta tækifæri á bekknum.

Lið Tottenham var svona

Lloris
Davies
Vertonghen
Alderweireld
Trippier
Wanyama
Dier
Son
Dele Alli
Eriksen
Kane

Leikurinn byrjaði frekar rólega þó að stuðningsmenn Tottenham væru í svakalegu stuði frá því löngu fyrir leik og það tók ekki langan tíma að gleðja þá. Davies fékk boltann eftir horn, sendi inn á teiginn og þar var Victor Wanyama alveg óvaldaður, aðallega vegna slakrar staðsetningar Rooney, og skallaði auðveldlega í netið af markteig. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 Swansea City

Jæja. Einn eitt jafnteflið á Old Trafford, það tíunda í deildinni í vetur. Þar sem leikurinn var álíka leiðinlegur og boccia mót eldri borgara þá verður skýrslan eftir því.

Liðið stillti sér í rauninni upp sjálft sökum meiðsla og leikbanna. Ofan á það meiddist Luke Shaw eftir 8 mínútur og Eric Bailly í síðari hálfleik, svona til að fara endanlega úr öskunni í eldinn. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Burnley 0:2 Manchester United

José Mourinho gerði átta breytingar eftir leikinn afdrifaríka gegn Anderlecht á Old Trafford. Mourinho ákvað að taka enga áhættu með liðsvalinu í dag og varð 4-3-3 leikkerfið fyrir valinu. Antonio Valencia var ekki í hóp í dag en hann var hvíldur eftir að hafa spilað allan leikinn á fimmtudagskvöldinu. Ashley Young og Mattio Darmian vöru bakverðir í dag. Daley Blind fékk að byrja í dag þrátt fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik. Wayne Rooney byrjaði sinn annan leik á árinu og var fremsti maður með þá félaga Jesse Lingard og Anthony Martial á köntunum. Marouane Fellaini lék fyrir aftan Paul Pogba og Ander Herrera í þriggja manna miðju. Lesa meira

Leikmenn Slúður

Rooney fer ekki fet, í bili

Þá er það komið á hreint. Eftir ansi miklar sögusagnir og slúður um framtíð Wayne Rooney, ákvað kappinn að koma með tilkynningu í dag til þess að lægja öldurnar og róa stuðningsmenn United. En hann hefur mikið verið orðaður við alls kyns félög í kínversku deildinni

Despite the interest which has been shown from other clubs, for which I’m grateful, I want to end recent speculation and say that I am staying at Manchester United,“ declared the Reds’ record goalscorer. Lesa meira