Annað kvöld hefjast 32- liða úrslit Evrópudeildarinnar. Mótherji Manchester United er franska liðið Association Sportive de Saint-Étienne Loire eða St. Etienne í daglegu máli. St. Etienne hefur undanfarin ár verið í topphluta frönsku deildarinnar og tekið reglulega þátt í Evrópukeppni félagsliða. Liðið hefur orðið franskur meistari 10 sinnum og 6 sinnum orðið bikarmeistari. Besti árangur frakkanna í evrópukeppni var að lenda í 2.sæti í Evrópukeppni meistaraliða sem er forveri Meistaradeildarinnar tímabilið 1975-1976.
Wayne Rooney
Podkast Rauðu djöflanna – 31. þáttur
Maggi, Björn Friðgeir og Tryggvi Páll settust niður til að ræða frammistöðu United síðustu vikurnar, framtíð Wayne Rooney, stöðu Anthony Martial og Luke Shaw og möguleikana á því að næla í Meistaradeildarsæti.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 0:0 Hull City
Liðið sem átti að vinna botnlið Hull City leit svona út í kvöld:
Varamenn voru Sergio Romero, Smalling, Young, Lingard, Rooney, Martial og Mata
Fyrri hálfleikurinn var dapur en ekki hræðilegur, það var hins vegar verulega mikið sem vantaði upp á bitið í sókninni. Hraðinn var aldrei mikill og Hull vörnin var þétt fyrir og vel skipulögð. Það var í raun ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að Zlatan átti hælsendingu á Pogba sem var í þokkalegu færi í mann í sér og náði ekki að skora.
Gluggadagur
14:21 Það er ekkert að gerast nema að á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun sagði José að Young og Rooney yrðu hjá United að minnsta kosti út tímabilið, og að engir leikmenn séu á leiðinni. Þannig við bíðum bara róleg eftir upphituninni fyrir Húll leikinn sem er væntanleg.
8:11 Í kvöld verður lokað fyrir félagaskipti leikmanna í Englandi og eins og venjulega erum við á vaktinni. Það verður án efa róleg vakt, það eina sem gæti gerst eru einhver unglingalán sem þó eru frekar ólíkleg enda hópurinn frekar þunnur og svo ræðst í dag hvort Ashley Young verður áfram hjá United
Nýr markakóngur hylltur
Wayne Rooney er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Manchester United. Því afreki náði hann með stórglæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma gegn Stoke. Markið kom 4.498 dögum eftir að Rooney skoraði sitt fyrsta mark (og reyndar 2. og 3. markið líka) fyrir Manchester United, í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Fenerbahce 28. september 2004. Samtals eru mörkin sem Wayne Rooney hefur skorað í treyju Manchester United orðin 250 og enn tími fyrir hann að bæta við þá tölu, jafnvel þótt spilatími hans sé ekki jafn mikill og reglulegur og oftast áður.