Lengi vel leit þetta út fyrir að ætla að vera einn af þessum dögum þar sem ekkert gengi upp. Liðið var rosalega mikið með boltann og sótti mikið en skotin voru hvergi nærri nógu góð. Stoke voru með þá leikáætlun að liggja tilbaka og freista þess að ná nokkrum góðum skyndisóknum. Það var einmitt eftir eina slíka þegar hægri helmingur United varnarinnar var ekki með á nótunum að Stoke forystuna í leiknum en boltinn fór í markið eftir að fyrirgjöf Erik Pieters fór í Juan Mata og framhjá David de Gea á nærstöng. Markið kom gjörsamlega gegn gangi leiksins og annan leikinn í röð var United að gera sér hlutina erfiða. Liðið hélt bara áfram að sækja og sækja en ekkert ætlaði að ganga. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 1:0 fyrir Stoke sem hafði ekki átt skot á markið en United átt ellefu skot á markið.
Wayne Rooney
Manchester United 4:0 Reading
José Mourinho stillti upp sterku liði gegn Reading í dag. Ander Herrera og David de Gea fengu hvíld í dag ásamt þeim Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba en þeir tveir síðastnefndu sátu þó á bekknum.
Varamenn: Joel Pereira, Fosu-Mensah, Jones, Schweinsteiger, Mkhitaryan, Pogba, Ibrahimovic
Leikurinn
Fyrir þennan leik voru margir spenntir fyrir því að sjá Jaap Stam aftur á Old Trafford eftir rúmlega 15 ára hlé. Reading hafa verið áhugaverðir eftir að hann tók við liðinu. Liðið er nálægt toppnum og hafa unnið fullt að leikjum. Sumir leikir hafa þó tapast og þegar þeir tapast þá er það yfirleitt stórt.
Heiðursleikur Wayne Rooney: Manchester United 0-0 Everton
Klukkan 19 í kvöld mættust Everton og Manchester United á Old Trafford í sérstökum góðgerðarleik til heiðurs Wayne Rooney.
Byrjunarliðin voru svona
Bekkur: Johnstone, Romero, Darmian, Jones, Rojo, Fellaini, Mata, Mkhitaryan, Schneiderlin, Young, Memphis og Rashford
Hjá Everton spiluðu:
Stekelenburg, Coleman, Baines, Funes Mori, Stones, Holgate, McCarthy, Barry, Barkley, Deulofeu og Lukaku. Og á bekknum eru: Joel, Oviedo, Galloway, Gibson, Cleverley, Besic, Davies, Kone, Mirallas, Lennon.
BIKARMEISTARAR: Manchester United 2:1 Crystal Palace
Lið United hafði verið spáð fyrir leikinn, Cameron Borthwick-Jackson komst ekki í hóp en Marcos Rojo byrjaði í stað hans
Varamenn: Romero, Darmian, Jones, Schneiderlin, Herrera, Young, Lingard
Lið Palace er með einni breytingu frá því sem spáð var, James McArthur í stað Puncheon
Varamenn: Speroni, Kelly, Mariappa, Sako, Puncheon, Gayle, Adebayor.
Þessi fyrsti bikarúrslitaleikur United í níu ár byrjaði með.því að United hélt boltanum, engum á óvart, fyrsta hornið kom á sjöttu mínútu en ekkert varð úr því. United pressaði síðan nokkuð áfram, fékk horn og fleira, en fékk ekki færi að ráði.
Norwich 0:1 Manchester United
Mikið óskaplega var þetta leiðilegur leikur sem var boðið uppá í hádeginu. Fyrirfram hefði verið hægt að búast við hasar og ákefð þar sem bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. United er harðri baráttu við háværu nágrannana í City og Norwich í baráttu við Newcastle og Sunderland en tvö af þessum liðum munu falla. Anthony Martial meiddist í upphitun og þurfti Louis van Gaal að gjörbreyta skipulaginu skömmy fyrir leik og það sást.