Þetta var ekki flókið.
Fyrsta byrjunarlið Louis van Gaal var svona:
Á bekknum voru allir leikmenn sem fóru með í þessa ferð fyrir utan Chicharito sem mætti til leiks á þriðjudaginn.
Tryggvi Páll skrifaði þann | 19 ummæli
Þetta var ekki flókið.
Fyrsta byrjunarlið Louis van Gaal var svona:
Á bekknum voru allir leikmenn sem fóru með í þessa ferð fyrir utan Chicharito sem mætti til leiks á þriðjudaginn.
Tryggvi Páll skrifaði þann | 6 ummæli
Louis van Gaal sagði á sínum fyrsta blaðamannafundi að hann vildi sjá hópinn að störfum og hvernig hann gæti aðlagað sig að hugmyndum sínum um hvernig eigi að spila knattspyrnu áður en að félagið færi að kaupa nýja leikmann og losa sig við gamla. Hann hefur nú tekið nokkrar æfingar með liðinu og er væntanlega farinn að fá grófa mynd af því hvernig hlutirnir líta út. Menn hafa talað um hversu ánægðir þeir eru með van Gaal, bæði Wayne Rooney og Ed Woodward hafa talað um að þeir séu hrifnir af honum. Á aðfaranótt fimmtudags byrjar svo ballið þegar liðið spila við LA Galaxy í Los Angeles. Lesa meira
Magnús Þór skrifaði þann | 15 ummæli
Þessi leikur kom undirrituðum talsvert á óvart. Það leit ekki vel út í byrjun þegar liðin voru kynnt. Michael Carrick og Marouane Fellaini áttu að skiptast á að hjálpa til í v örninni eða eins og einhver sagði þá áttu þeir að mynda falska fimmu. Svo var Alexander Büttner mættur í bakvörðinn þar sem bæði var verið að hvíla Evra og gefa Büttner leikæfingu ef sky skyldi að hann þyrfti að leika gegn Bayern. Það var samt margt spennandi við byrjunarliðið líka. Wayne Rooney var fremstur og Juan Mata í holunni og hafði Shinji Kagawa og Ashley Young til aðstoðar. Síðan var meistarinn Darren Fletcher kominn í byrjunarliðið eftir smá hlé. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 11 ummæli
Slúður helgarinnar snýst allt um einn mann, Wayne Rooney. Í gærkvöld var þvi haldið fram að hann væri búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United, en í dag virðist ljóst að þó samkomuleg sé í öllum meginatriðum í höfn sé ekki enn búið að setja nöfnin undir. Lykiltölurnar í samningnum eru tvær. Samningurinn er til fimm og hálfs árs, eða til sumars 2019. Laun Rooney á þessum fimm árum munu verða 300 þúsund pund á viku. Þessi laun mynd tryggja hann í sessi sem launahæsta leikmann ensku deildarinnar Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 4 ummæli
Eftir atburði síðustu daga er frekar erfitt að átta sig á því að það er alvöru fótboltaleikur á morgun. En það er svona, lífið er ekki eintómt slúður og leikmannakaup.
Það er samt lítill vafi á hvað er frétt fréttanna á morgun: Ef allt fer eins og fara á, fyrsti leikur Juan Manuel Mata García fyrir Manchester United. Mata var formlega og endanlega kynntur til sögunnar í dag á blaðamannafundi með Moyes. Fundurinn var nokkuð staðlaður ‘nýr leikmaður kynntur’ fundur en Mata kom gríðarvel fyrir, er fullfær í enskunni og hann hlakkar til að takast á við verkefnið Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!