Eftir góða byrjun okkar manna um helgina er ágætt að rúlla aðeins í gegnum fréttir og slúður.
Fyrst af öllu erum við búnar að bjóða 28m punda í Fellaini og Baines. 16m í Fellaini sem kostaði Everton 17.5m fyrir 6 árum, og 12m í Baines, aftur. Einhverra hluta vegna finnst Everton þetta lélegt boð.
Daniel Burdett (@luzhniki2008) tísti í gær mynd sem hann tók eftir 3. mark United í leiknum á laugardag. Myndin fór eins og eldur í sinu um netið, sem ekki er furða: