Áhorfendur sáu Rooney skerast ansi illa á laugardaginn þegar Rodallega steig óvart ofan á innanvert lærið á honum. Ferguson talaði um fljótlega eftir leikinn að Rooney yrði frá í kringum fjórar vikur en nýjustu fréttir herma að skurðurinn reyndist mun verri en fyrsta skoðun gaf til kynna. Til að sauma Rooney saman þurfti víst að svæfa hann en skurðurinn ku hafa verið alveg inn að beini, sem er hrikalega brútal því það er ekki eins og Rodallega hafi notað beittan eldhúshníf. Talað er nú um að fjarvera Rooney gæti orðið nær tveimur mánuðum ef lærvöðvinn hefur orðið fyrir einhverjum skemmdum.
Leikmenn Slúður