Það er löngu liðin tíð að leikir United og Blackburn Rovers séu toppslagir í deildinni, það reyndar entist ekki lengi eftir að Alan Shearer hvarf frá Blackburn. En þrátt fyrir fall í kringum aldamótin komu þeir sterkir tilbaka og voru með þokkalegt lið upp úr því. En eins og mörg önnur lið lentu þeir í slæmum eigendum. Árið 2010 keypti indverskt fjölskyldufyrirtæki, sem hafði þangað til aðallega stundað kjúklingarækt, klúbbinn og hefur síðan tekist afspyrnuvel að keyra hann í svaðið.
Enska bikarkeppnin