Eftir nokkrar fínar frammistöður og jákvæð úrslit þá var liðið togað niður á jörðina aftur. Stjóratíð Louis van Gaal hefur einkennst af því að vera tvö skref áfram, eitt skref afturábak. Þegar kemur að því að leika gegn stórum liðunum þá virðist liðið eiga ansi auðvelt með að peppa sig upp og mæta rétt stemmdir til leiks. Svo eru leikirnir gegn lélegri liðunum sem allt fer til andskotans. Ef að United hefði spilað eins og ætlast er til af liðinu gegn þessum liðum þá væri liðið einfaldega þægilega á toppnum í þessari deild.
West Bromwich Albion
United heimsækir WBA
Áður en lengra er haldið er rétt að staldra aðeins við og renna yfir yfirferð Runólfs á ungu leikmönnunum sem hafa verið að fá tækifæri með aðalliðinu.
Á þessu undarlega tímabili þar sem Leicester er að labba í burtu með titilinn og stórlið eins og United og Chelsea eiga í vandræðum er eitthvað ótrúlega þægilegt við það að West Bromwich Albion er bara nákvæmlega þar sem það á að vera. Í 13. sæti.
Manchester United 2:0 West Bromwich Albion
United stilti upp sama liði og á móti CSKA,
Varamenn: Romero, Borthwick-Jackson, Jones, Schneiderlin, Herrera, Pereira, Memphis.
Lið WBA:
Það kom nákvæmlega ekkert á óvart að West Brom lagðist í vörn frá fyrstu mínútu og United pressaði eftir því, svo mjög að Pulis var farinn að reyna að fá sína menn til að fara aðeins framar. Það gekk þó frekar illa og leikurinn minnti eins og margir leikir United á handboltaleik þar sem United var að leika boltanum á milli leikmanna fyrir framan vörnina. Loksins þegar kortér var liðið af leik gátu þeir loksins fundið smá glufu á vörninni og Juan Mata átti ágætis skot utan úr teig, en náði ekki að sveigja boltann nógu mikið til að hann færi réttu megin við stöngina fjær.
Manchester United tekur á móti West Brom rútunni
Á morgun kemur í ljós hvort sigurinn á CSKA hafi kveikt í mönnum. West Brom er ekki ósvipaðan leikstíl og CSKA. Bæði liðin stilla mörgum mönnum á bakvið boltann og beita skyndisóknum.
Wayne Rooney skoraði loksins í síðasta leik eftir skemmtilega fyrirgjöf frá Jesse Lingard sem hefur óvænt verið að fá helling af tækifærum í síðustu leikjum. En ef við ræðum Rooney aðeins þá átti hann flottan leik gegn Everton á Goodison sem er eiginlega aldrei raunin en hefur svo verið frekar mikið ‘rubbish’ í öðrum leikjum. Ég velti fyrir mér hvort það muni ekki henta honum betur að hafa hraða á vængjunum og vera með Mata fyrir aftan sig.
Manchester United 0:1 West Brom
Til að byrja með vill ritstjórn votta Rio Ferdinand og fjölskyldu alla sína samúð en Rebecca Ellison, eiginkona hans, lést í nótt eftir stutta baráttu við krabbamein. Á 5. mínútu leiksins klöppuðu stuðningsmenn liðsins og sungu nafn hennar. Gífurlega vel gert hjá stuðningsmönnum liðsins. Einnig spiluðu leikmenn með svört sorgarbönd.
En að leiknum, Van Gaal stillti upp þessu liði gegn lærisveinum Tony Pulis.