Ole Gunnar Solskjaer talaði um að United þyrfti að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum til að tryggja þáttöku í Meistaradeildinni. Liðið tók öll stigin í dag en frammistaðan var algjörlega ósannfærandi. Solskjaer hvíldi nokkra leikmenn í dag og fengu nokkrir leikmenn séns til að sýna eitthvað til að réttlæta betri samning eða hreinlega til að sannfæra stjórann um að selja sig ekki. Helst ber þar að nefna Marcos Rojo, Juan Mata og David de Gea. West Ham skoraði mark í fyrri hálfleiknum sem dæmt var af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að það var rangur dómur og sem betur fer er VAR ekki komið ennþá í gagnið í Úrvalsdeildinni. Frammistaða Rojo var þannig að hans yrði varla saknað ef hann fer. Reyndar var hann að spila í bakverði sem er ekki hans sterkasta staða. Juan Mata lék ágætlega og vann vítaspyrnuna sem Paul Pogba skoraði úr. Sameiginleg mistök David de Gea og Marcos Rojo urðu til þess að West Ham tókst að jafna leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Mata var óheppinn með að vera sá sem fórnað var til setja Marcus Rashford inná en þeir Jesse Lingard og Anthony Martial höfðu verið talsvert daprari. Sá síðarnefndi vann einnig vítaspyrnu seint í leiknum og aftur skoraði Pogba. 2:1 sigur staðreynd en frammistaðan engan veginn nógu góð.
West Ham United
Djöflavarpið 64. þáttur – Sagan endalausa
Maggi og Björn settust niður og ræddu leikina gegn West Ham, Valencia og Newcastle. Einnig var farið í umræðu um stöðu José Mourinho og hvað sé eiginlega framundan.
Við viljum líka fá ykkar álit þannig að þáttaka í athugasemdarkerfinu er velkomin.
Ef við viljið senda okkur spurningar þá er það hægt á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
West Ham United 0 : 0 Manchester United
Í gærkvöldi bárust þær fréttir að Sir Alex Ferguson væri kominn af gjörgæslu. Gleðifregnir fyrir alla knattspyrnuunnendur en fjölskylda hans óskar þó enn eftir því að hann fái frið á meðan endurhæfingu stendur til að ná sér að fullu.
Sir Alex no longer needs intensive care and will continue rehabilitation as an inpatient.
His family have been overwhelmed by the level of support and good wishes but continue to request privacy as this will be vital during this next stage of recovery. pic.twitter.com/7AFFspsaj7
Manchester United 4:0 West Ham United
Enska úrvalsdeildin hófst með látum þessa helgina. Við vorum búin að sjá flotta leiki, mikið af mörkum, óvænt úrslit og mikla baráttu þegar kom að okkar mönnum í lokaleik umferðarinnar. Sá leikur olli okkur nákvæmlega engum vonbrigðum.
West Ham United var eitt af liðunum sem mætti á Old Trafford í fyrra og tók jafntefli með sér eftir leik þar sem United skapaði sér færi en náði ekki að nýta þau.
Tímabilið hefst á heimsókn frá West Ham United
Tímabilið 2017 til 2018 hefst á leik gegn West Ham United frá austurhluta London. Þessi leikur fer þó fram á heimavelli Manchester United, okkar ástkæra Old Trafford. Fyrsti leikur okkar liðs og sá síðasti fara fram á heimavelli, akkúrat eins og við viljum hafa það.
Að sama skapi viljum við sjá liðið gera Old Trafford að þeim heimavelli sem hann á skilið að vera. Of mörg lið hafa komið í heimsókn á síðustu árum og talið sig eiga skilið að fá eitthvað með sér úr þeim leikjum. Lið eiga að koma á Old Trafford og hugsa um það eitt að tapa ekki of neyðarlega. Þannig viljum við hafa það.