Manchester United byrjaði 2017 eins og það endaði 2016, með sigri. Það má eflaust tala um þægilegan 2-0 sigur enda var liðið manni fleiri í 75 mínútur. Samt sem áður þurfti David De Gea að taka nokkrum sinnum á honum stóra sínum. Juan Mata og Zlatan Ibrahimovic skoruðu mörkin í dag þar sem Mike Dean ákvað samt að stela fyrirsögnunum.
Byrjunarliðið kom mögulega á óvart en Anthony Martial var bekkjaður eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik. Hins vegar er hann í litlu sem engu leikformi og því hefur José Mourinho ákveðið að setja hann á bekkinn. Í hans stað kom Jesse Lingard í byrjunarliðið en hann heillaði því miður lítið í dag. Byrjunarliðið var eftirfarandi: