Enska bikarkeppnin

Manchester United 1:1 West Ham

Ég veit ekki með ykkur en ég er löngu hættur að pirra mig þegar United klikkar á því að vinna leiki á mikilvægum tímapunktum. Samkvæmt allri tölfræði átti United að klára West Ham á heimavelli í dag, það þurfti ekki að vera fallegt, það þurfti bara að klárast. Það gekk auðvitað ekki upp eins og allt annað á þessu tímabili. Það er enn smá glæta að við getum fagnað einhverju á þessu tímabili en útlitið er satt best að segja ekki gott. Við þurfum að vinna Liverpool í vikunni með meira en tveimur mörkum til að komast áfram í Evrópudeildinni, og núna þurfum við líka að ferðast til London í þeim tilgangi að spila annan bikarleik á mjög erfiðum útivelli gegn West Ham. Frábært! Lesa meira