Var þetta síðasta hálmstráið hjá Louis van Gaal? Tap gegn West Ham staðreynd sem þýðir að Meistaradeildarsætið er að öllum líkindum úr sögunni. Við gætum treyst á að Swansea vinni City um næstu helgi en ég er bara ekki viss um að United vinni sigur á Bournemouth í lokaleiknum.
Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikur var ekkert nema ömurð af hálfu United. Seinni hálfleikur var töluvert betri en lokakaflinn fór með okkur.