Á morgun mætir West Ham í heimsókn á Old Trafford í 8 liða úrslitum FA bikarkeppninnar. Það má færa rök fyrir því að þetta sé einn síðasti séns United að afreka eitthvað á þessu tímabili, útlitið er ekki gott í deildinni sem stendur og þó svo liðið eigi seinni leikinn eftir gegn Liverpool í Evrópudeildinni, þá gæti róðurinn orðið ansi þungur í þeirri viðureign. West Ham hefur staðið sig best allra gegn „stóru liðunum“ (hvað sem það þýðir nú í dag) á Englandi á þessu tímabili þannig að leikurinn á morgun verður allt annað en auðveldur.
West Ham United
Manchester United 0:0 West Ham
Leikurinn
Enn eitt markalausa jafnteflið staðreynd. United var rosalega mikið með boltann og með fullt af hægum hliðarsendingum. Liðið bjó til færi leiknum og átti 3 skot á markið en 1000 (12) skot framhjá markinu. Liðið átti kannski að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Fellaini var tekinn niður í teignum en sú varð ekki raunin. Besta færi United kom í seinni hálfleik þegar Martial renndi boltanum á Fellaini sem nánast þurfti bara að pota boltanum í markið en Adriano í marki West Ham var vel á verði.
Hamrarnir í heimsókn
Á morgun mætir West Ham í heimsókn á Old Trafford. United hefur haft ágætis tök á West Ham í gegnum tíðina, sérstaklega á heimavelli, og ég held að við þurfum að fara einhver 5 ár aftur í tímann til að finna tapleik gegn Hömrunum, þá í deildarbikarnum gegn „varaliði“ United. Þó þetta verði án efa erfiður leikur, enda West Ham í spræklari kantinum þetta tímabilið, þá er þetta einn af þessum leikjum sem United verður hreinlega að vinna, tap eða jafntefli er bara ekki ásættanleg niðurstaða, ekki á Old Trafford. West Ham vörnin hefur lekið svolítið að mörkum á þessu tímabili og vegna meiðsla í hópnum verður framlínan hjá þeim mun bitlausari en áður (þessi setning á örugglega eftir að bíta mig í rassinn).
West Ham 1:1 Manchester United
Eftir viðburðaríkan gærdag þar sem City, Arsenal og Liverpool töpuðu öll stigum en Southampton og Tottenham hirtu öll þrjú, þá var staðan í deildinni í kringum 3ja sætið orðin ansi þétt og gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik, komast aftur upp fyrir Southampton og vera þá aðeins þrem stigum á eftir City.
Á myndinni hér til hliðar sést hvernig liðin röðuðu sér á stigin og hversu þétt þetta allt er. Eins og við höfum minnst á eru næstu leikir United auðveldari á pappírnum en leikir hinna liðanna og sigur í dag hefði getað gert mikið fyrir liðið.
Stóri Sámur og West Ham á morgun
Á morgun verður United í austurhluta Lundúna og tekst á við það sem var þangað til nýlega spútniklið West Ham. Leikurinn hefst örlítið seinna en venjulega, kl 16:15. Í síðustu sex leikjum hafa Hamrarnir hins vegar tapað fyrir Chelsea, Arsenal og Liverpool og gert jafntefli við West Bromwich og Swansea. Eini sigur þeirra í þessari hrinu var gegn lánlausu liði Hull.
View image | gettyimages.comDiafra Sakho, ekki í leik með Senegal