Margir voru eflaust smeykir við leikinn í dag enda var vitað að vörnin yrði án Phil Jones, Jonny Evans og Chris Smalling sem ótrúlegt en satt eru meiddir. Til að bæta ofan á það þá er leikjahæsti varnarmaður liðsins á tímabilinu Blackett er í leikbanni. Því var vitað að vörnin yrði skipuð mönnum sem ekkert hafði leikið saman. Spurning var bara hvort það yrði Tom Thorpe eða Paddy McNair sem myndu þreyta frumraun sína ásamt Luke Shaw. David de Gea lék sinn 100. leik fyrir United í dag.
West Ham United
West Ham á morgun
Vika er langur tími í fótbolta. Fyrir viku var ég gríðarspenntur fyrir leik helgarinnar og það fór eins og það fór. Vörn United fór í fri og síðan þá hafa þrír United varnarmenn helst úr lestinni og allt hefur snúist um það hversu vitleysisleg innkaupastefnan var í sumar og jafnvel hvenær reka eigi Van Gaal.
Bull og vitleysa segi ég og skrifa og nóg af þessari vitleysu. Skoðum liðið á morgun:
West Ham 0:2 Manchester Utd
Þessi leikur kom undirrituðum talsvert á óvart. Það leit ekki vel út í byrjun þegar liðin voru kynnt. Michael Carrick og Marouane Fellaini áttu að skiptast á að hjálpa til í v örninni eða eins og einhver sagði þá áttu þeir að mynda falska fimmu. Svo var Alexander Büttner mættur í bakvörðinn þar sem bæði var verið að hvíla Evra og gefa Büttner leikæfingu ef sky skyldi að hann þyrfti að leika gegn Bayern. Það var samt margt spennandi við byrjunarliðið líka. Wayne Rooney var fremstur og Juan Mata í holunni og hafði Shinji Kagawa og Ashley Young til aðstoðar. Síðan var meistarinn Darren Fletcher kominn í byrjunarliðið eftir smá hlé.
Rauðu djöflarnir skreppa til Upton Park
Þá er komið aftur að deildinni eftir frækna frammistöðu í meistaradeildinni. Þó svo að heimaleikur gegn Olympiakos eigi að teljast skyldusigur undir eðlilegum kringumstæðum þá er voða fátt eðlilegt við þetta tímabil. Ég ætla ekki að tala um þennan sigur sem vendipunkt því maður hefur brennt sig á ví nokkrum sinnum á tímabilinu. Ef vinnum West Ham í dag þá skulum við sjá til. Heimamenn hafi verið á góði „rönni“ í deildinni sem af er og unnið 5 leiki í röð og var Sam „einn af ríkustu stjórum heims“ Allardyce valinn knattspyrnustjóri mánaðarins.
Manchester United 3:1 West Ham United
David Moyes, kallinn. Hann er augljóslega að ná tökum á starfinu. Í fyrsta lagi er hann búinn að banna fyrsta blaðamanninn sinn og í öðru lagi var hann bara að fokka í öllum þegar hann sagði að Rooney væri meiddur fyrir jólaleikina því að hann mætti beint í byrjunarliðið sem var svona:
De Gea
Rafael Evans Smalling Evra
Jones Cleverley
Valencia Rooney Januzaj
Welbeck
Bekkur: Johnstone, Giggs, Hernandez, Young, Kagawa, Buttner, Fletcher